Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2011 02:01

Akraborg fær IFS gæðavottun

Akraborg ehf er fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi sem sérhæfir sig í niðursuðu á þorsklifur og tengdum vörum. Fyrirtækið fékk á dögunum vottun samkvæmt IFS alþjóðlegum matvælastaðli. Fyrr á árinu fékk Akraborg einnig MSC alþjóðlega umhverfisvottun.

IFS er alþjóðlegur gæðastaðall þróaður fyrir smásöluaðila í Evrópu. Akraborg er fyrsti framleiðandi sinnar tegundar á heimsvísu til að fá IFS vottun. Að sögn Rolfs Hákons Arnarsonar framkvæmdastjóra Akraborgar gera flestar stærstu smásölukeðjur innan Evrópu orðið kröfu um IFS vottun frá birgjum sínum, en kröfur staðalsins eru mjög miklar.

 

 

 

 

„IFS vottun styður enn frekar við sölumál fyrirtækisins og opnar nýjar dyr. Þá veitir staðallinn okkur sjálfum aðhald í gæðamálum og tryggir að við stefnum áfram á mestu gæði. Árleg endurúttekt tryggir að menn verða að vera virkir og halda sér á tánum í gæðamálum til að viðhalda vottuninni milli ára,“ segir Rolf.

Hann segir markmið IFS staðalsins að gera smásöluaðilum kleift að tryggja öryggi og heilnæmi matvæla með samræmdum staðli sem nær yfir allt framleiðsluferlið m.a. til hráefnis, umbúða, framleiðslu, afhendingar og rekjanleika. Staðallinn er einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum og er nýttur af níu af tíu stærstu smásöluaðilum Evrópu.

Akraborg kaupir hráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjar Akraborgar dreifast vítt og breytt um landið. Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim, s.s. í vestur- og austur-Evrópu, Kanada og Asíu. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns.

„Það er afar ánægjulegt að ná þessum árangri, að vera fyrsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum til að fá IFS vottun. Þetta er mikil viðurkenning og staðallinn staðfestir að við framleiðum fyrsta flokks afurðir sem uppfylla ströngustu kröfur alþjóðlegs markaðar um örugga matvælaframleiðslu, gæði, örugga afhendingu, rekjanleika og síðast en ekki síst, virkt gæðaeftirlit,” segir Rolf framkvæmdastjóri Akraborgar.

Uppbygging gæðakerfis Akraborgar og undirbúningurinn fyrir IFS vottunina var unnin í samstarfi við Matvæla- og gæðakerfi ehf. Matvæla- og gæðakerfi var stofnað árið 2008 af Gústaf Helga Hjálmarssyni, matvælafræðingi. Markmið og tilgangur fyrirtækisins er að veita matvælaframleiðendum og aðilum tengdum þeim þjónustu og ráðgjöf varðandi gæðamál og framleiðslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is