Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2011 01:01

Önnur för Guðríðar til Rómar – frumsýning á heimildamynd um förina

Í mars síðastliðnum fóru fulltrúar Guðríðar- og Laugarbrekkuhópsins, sem stofnaður var á sínum tíma til að halda í heiðri minningu Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem fædd var að Laugarbrekku á Hellnum, ásamt forseta Íslands til Vatíkansins til að afhenda Benedikt XVI páfa afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði.

Hugmyndin að því að færa styttuna Vatíkaninu að gjöf spratt upp strax þegar styttan var afhjúpuð á Hellnum árið 2000 þegar minnst var landafundanna í Vesturheimi. Forseti Íslands tók að sér að koma tengslum á við Vatíkanið og eftir langa umhugsun tóku þeir ákvörðun um að þiggja styttuna að gjöf. Hún er meðal annars til merkis um fyrstu kaþólsku konuna sem vitað er um að fæddi barn í Vesturheimi (Bandaríkjunum) og þann frumkvöðul sem Guðríður var í uppbyggingu trúarinnar á Íslandi, meðal annars með kirkjubyggingu að Glaumbæ í Skagafirði.

 

 

 

 

Gerð var heimildamynd um aðra för Guðríðar til Rómar. Gerð hennar var dyggilega studd af eftirfarandi fyrirtækjum: Brim hf. útgerðarfélagi, Hraðfrystihúsi Hellissands, KG Fiskverkun og Hótel Hellnum. Framleiðandi myndarinnar er Green Heels Production, en kvikmyndun og klippingu annaðist Maríanna Friðjónsdóttir.

Bæjarbúum Snæfellsbæjar var boðið að koma í Klif síðastliðið þriðjudagskvöld og vera við frumsýningu myndarinnar, en á frumsýninguna mætti forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson.

Guðríðar- og Laugarbrekkuhópurinn saman stendur af Kristni Jónassyni bæjarstjóra í Snæfellsbæ, Guðríði G. Bergmann, Skúla Alexanderssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur.

Heimildamyndin var merkileg og segir í stuttu máli frá ferðalagi Guðríðar fyrir þúsund árum síðan þvert og endilangt um heiminn og má örugglega fullyrða að hún hafi verið víðförlasta kona þess samtíma og mikill kvenskörungur. Einnig er stiklað á stóru um ferðalagið til Rómar á fund Páfa með styttuna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is