Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. desember. 2011 02:04

Aðventuhátíð á Safnasvæðinu á morgun

Á morgun, laugardaginn 10. desember, verður haldin aðventuhátíð á Safnasvæðinu á Akranesi. Þá verður opnuð sýning með ljósmyndum frá Akranesi frá því um aldamótin 1900. Myndirnar hafa verið fengnar frá Ljósmyndasafni Akraness, Haraldarhúsi og frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Einnig voru fengnar myndir frá Cornell háskóla sem ekki hafa verið aðgengilegar almenningi áður. Ljósmyndasýningin er styrkt af Menningarráði Vesturlands.

 

 

 

 

Á laugardaginn verður einnig boðið upp á skemmtilega fjölskyldudagskrá á Safnasvæðinu. Jólaleikrit verður sýnt þar sem Grýla og jólasveinn koma fram og ómögulegt að segja hverju þau koma til með að taka uppá. Þá mun kór nemenda á miðstigi í Grundaskóla syngja nokkur lög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur. Skagaleikflokkurinn mun síðan flytja jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum á skemmtilegan hátt.

Vefur Safnasvæðisins www.museum.is hefur á undanförnum vikum fengið ákveðna yfirhalningu sem mun líta dagsins ljós á laugardag. Vefurinn mun þá breytast til hins betra og verður í takt við aðra vefi Akraneskaupstaðar, auk þess sem þar verða nýjar myndir og uppfærðar upplýsingar á íslensku, ensku og þýsku.

Að vanda verður úrval girnilegra veitinga á Garðakaffi. Allir eru hvattir til að nýta tækifærið til að heimsækja Safnasvæðið og eiga ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum á aðventunni.

- Fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is