Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2011 02:01

Sagnaþulurinn stendur í stórframkvæmdum

Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði er meðal þekktari sagnaþula í landinu. Hann hefur sem kunnugt er starfrækt um árabil Sögumiðstöðina í Grundarfirði, sem er sjálfeignarstofnun í og geymir perlur eins og t.d. Eyrbyggju og ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar. Hjá einstaka manni hefur þó þeim misskilnings gætt að Sögumiðstöðin byggist upp á því að Ingi Hans segi sögur alveg út í eitt og það sé hans lifibrauð að segja sögur frá morgni til kvölds, - en þannig er það víst ekki.

Engu að síður er Ingi Hans í flokki þeirra manna sem teljast til frumkvöðla þessa lands og síðasta árið hefur sagnaþulurinn staðið í stórframkvæmdum, byggingaframkvæmdum, honum er sem sagt ýmislegt fleira til lista lagt en að segja sögur, þótt ekki sé iðnmenntuninni fyrir að fara. Blaðamaður Skessuhorns leit inn hjá Inga Hans þar sem hann var að bjástra að Sæbóli 13, í húsi sem lengi var kennt við það annálaða veitingahús Krákuna, sem þau heiðurshjón Friðfinnur Friðfinnsson og Halla Elimarsdóttir starfræktu um árabil.

 

Viðtalið við Inga Hans er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is