Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2011 07:01

Bréfamaraþon Amnesty International hafið

Ár hvert stendur Amnesty International fyrir bréfamaraþoni á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember, sem haldinn var síðasta laugardag. Samtökin minna á að við eigum öll öflugt vopn í baráttunni fyrir mannréttindum, nafnið okkar, því getum við beitt til að hafa jákvæð áhrif á líf þeirra sem brotið er á. Íslandsdeild Amnesty International hvetur fólk til að taka þátt og skrifa kveðjur til þolenda mannréttindabrota og þrýsta á stjórnvöld að virða mannréttindi.  Ljóst er að bréfin hafa vigt og hver undirskrift er lóð á vogarskálar mannréttindabaráttunnar. Á síðasta ári voru í kjölfar bréfamaraþonsins send rúmlega 3.000 bréf frá Íslandi. Slíkur fjöldi bréfa og korta skapar verulegan þrýsting á stjórnvöld. Í fyrra þrýsti íslenskur almenningur á stjórnvöld víða um heim vegna mála sex einstaklinga. Fimm þeirra fengu að hluta eða öllu leyti lausn sinna mála í kjölfar bréfaskrifanna.

 

 

 

 

Bréfamaraþonið fer fram um land allt í kringum mannréttindadaginn. Íslandsdeild Amnesty International biður fólk að gefa eina til tvær klukkustundir af tíma sínum í þágu þolenda mannréttindabrota á þeim stað sem næstur þeim er. Á Vesturlandi er hægt að skila bréfunum á Bókasafni Akraness til 14. desember, á opnunartíma safnsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is