Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2011 10:43

Vilja að sólarhrings viðvera læknis verði tryggð

Bæjarstjórn Grundarfjarðar ályktaði á fundi sínum sl. fimmtudag í tilefni niðurskurðar hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í ályktuninni segir m.a. að hætt sé við að boðuð sameining vaktsvæða á Snæfellsnesi setji stöðugleika læknisþjónustu fyrir Grundfirðinga í uppnám. Bæjarstjórnin er sammála um að tryggja verði sólarhrings viðveru læknis.

Í ályktuninni segir meðal annars: „Bæjarstjórn Grundarfjarðar hvetur stjórn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til að tryggja stöðu heilsugæslunnar í þeim niðurskurði sem nú á sér stað í heilbrigðiskerfinu. Grundfirðingar hafa búið við stöðuga læknisþjónustu til áratuga. Hætt er við að boðuð sameining vaktsvæða á Snæfellsnesi  setji það í uppnám.

Einnig er vandséð að fyrirhugaðar breytingar leiði til sparnaðar þegar upp er staðið, t.d. vegna aukins kostnaðar við sjúkraflutninga.

Kaldir meðaltalsútreikningar í excel skjölum segja ekkert til um aðstæður á einstökum stöðum. Válind vetrarveður á norðanverðu Snæfellsnesi hafa áhrif á samgöngur og því er það krafa Grundfirðinga að tryggð sé sólarhringsvið vera læknis. Bæjarstjórn Grundarfjarðar skorar á stjórn HVE að standa vörð um heilsugæsluna á öllu starfssvæðinu en beina niðurskurði að öðrum þáttum í rekstri HVE svo sem kostur er.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is