Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2011 12:52

Vestlendingar fá viðurkenningar í almenningsíþróttaátaki UMFÍ

Mjög góð þátttaka var í almenningsíþróttaverkefnum UMFÍ í sumar sem leið. Verðlaunaafhending fór fram í þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands í síðustu viku og voru þátttakendur verðlaunaðir í verkefninu Hættu að hanga! Komdu að synda, hjóla eða ganga og Fjölskyldan á fjallið. Einstaklingar, sem dregnir voru út fyrir að hafa hreyft sig í 30 daga, 60 daga og 80 daga, fengu viðurkenningar. Nokkrir Vestlendingar voru meðal þeirra sem viðurkenningar hlutu.

 

 

 

 

Þeir einstaklingar sem gengu á flest fjöll voru Birna Steingrímsdóttir 109 fjöll, Guðbjartur Guðbjartsson 83 fjöll, Þröstur Vilhjálmsson 38 fjöll og Ástríður Helga Sigurðardóttir sem gekk einnig á 38 fjöll. Bjarni Bogar Jóhannsson fékk viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 30 daga, Lilja Hrund Pálsdóttir viðurkenningu fyrir að hreyfa sig í 60 daga, Hermann R. Jónsson fyrir að hreyfa sig í 80 daga og Inga Birna Tryggvadóttur fyrir hreyfingu í 103 daga. Hópar sem hreyfðu sig mest var starfsfólk frá Maritech sem hreyfði sig í 424 daga, Skautsmiðja Norðuráls í 392 daga, A- vakt steypuskála Norðuráls og fjármálasvið Norðuráls í 259 daga. Hópar sem gengu á flest fjöll voru C- vakt kerskála Norðuráls sem gengu á 65 fjöll, D- vakt kerskála Norðuráls, 23 fjöll og Maritech sem gekk einnig á 23 fjöll.

Verðlaunahafar fyrir Fjölskylduna á fjallið voru Fjóla Dögg Konráðsdóttir, Aðalheiður Vilbergsdóttir, Rut Sigurðardóttir, Þorgeir Vigfússon, Þórunn Sara Guðbrandsdóttir og Eyjólfur Valur Gunnarsson. Öll fengu þau bókaverðlaun fyrir þátttökuna.

Í verkefninu Fjölskyldan á fjallið rituðu um 20 þúsund manns nöfn sín í gestabækur sem hafi verið komið fyrir á 24 fjöllum. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið fyrst og fremst er að fá einstaklinga og fjölskyldur í létta fjallagönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið góðri líkamsrækt. Verkefnið heldur áfram næsta sumar og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is