Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2011 10:01

Allir hafa þörf fyrir samveru í ró og næði

Á aðventukvöldi safnaðar Akraneskirkju í Vinaminni sunnudagskvöldið 4. desember sl. flutti einn af félögunum í Kór Akraneskirkju til fjölda ára, Unnur Hafdís Arnardóttir, skemmtilega hugleiðingu, þar sem hún rifjaði upp minningar tengdar bernskujólum sínum í Borgarnesi þar sem hún ólst upp. Unnur varð við þeirri málaleitan blaðamanns Skessuhorns sem viðstaddur var aðventustundina, að deila þessum minningum með lesendum blaðsins. “Ég hélt nú reyndar að séra Eðvarð væri að gera að gamni sínu, eins og svo oft áður, þegar hann bað mig um tala á aðventukvöldinu. Fyrst í stað fannst mér þetta alveg óhugsandi, en eftir á er ég þakklát fyrir að hafa verið hvött til að rifja upp mínar minningar úr bernskunni. Þeir sem komu að máli við mig eftir aðventukvöldið minntust einmitt á að ósjálfrátt hefði hugur þeirra leitað aftur í tímann. Það er gott því það er nauðsynlegt að varðveita barnið í sér.”

 

Unnur Hafdís Arnardóttir minnist bernskujólanna í Borgarnesi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is