Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2011 10:01

Vesturland án stórframkvæmda í vegagerð næstu árin

Í samgönguáætlun 2011-2022 sem innanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi er ekki að finna neina stórframkvæmd á Vesturlandi fyrr en á tímabilinu 2019-2022, en það er nýr vegur í gegnum Borgarnes sem áætlað er að kosti 1.300 milljónir. Að öðru leyti er það sem næst kemst framkvæmd á Vesturlandi Kollafjörður-Hvalfjarðarvegur, en áætlað er að byrjað verði á þeirri framkvæmd 2019-2022 með 500 milljóna fjárveitingu, en þetta er framkvæmd upp á rúma þrjá milljarða.

Tekjur og framlög til verkefna tólf ára samgönguáætlunar eru alls 296 milljarðar króna. Stærsta hluta þess fjármagns á að verja til vegamála eða 240 milljörðum. Vestfirðingar munu samkvæmt áætluninni fá mikla úrlausn sinna mála á næstu árum, sem og Sunnlendingar. Áfram verður haldið með framkvæmdir við Reykjanesbraut og Hornfirðingar fá brú á Hornafjarðarfljót svo eitthvað sé nefnt. Norðfirðingar fá langþráð jarðgöng 2015-2018 og á tímabilinu 2019-2022 á að gera samkvæmt áætluninni tvö göng á Vestfjörðum, Hjallahálsgöng úr Þorskafirði og Dýrafjarðargöng. Þá er ný Vestmanneyjaferja á áætlun næstu fjögurra ára. Vaðlaheiðargöngu eru utan áætlunar enda hugsuð sem einkaframkvæmd.

Í greinargerð með stefnumótandi samgönguáætlun til næstu tólf ára segir að með nýjum áherslum sé hugsað um verkefni fyrir landið í heild á öllum sviðum samgangna; á landi, í lofti og á sjó. Lögð er áhersla á verkefni á landsvæðum sem í dag búa við lakastar samgöngur. Einnig er nú aukin áhersla lögð á almenningssamgöngur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is