Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2011 11:01

Sterkur sigur gegn Keflavík

Snæfellsstúlkur tóku á móti Keflavík í Iceland Express deild kvenna í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þær voru í forystu nánast allan leikinn og leiddu í hálfleik með þrettán stigum, 37-24. Þær létu skyndisóknir og pressu Keflvíkinga ekki trufla sig í seinni hálfleik og héldu forystunni til loka. Sjö stig skildu liðin af þegar leikurinn var flautaður af og 68-61 sigur Snæfells staðreynd.

Það var gríðarlega sterk liðsheild og barátta sem skóp sigurinn fyrir Snæfell. Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-11. Sýndu og sönnuðu að það er ekkert grín að mæta í Fjárhúsið, heimavöll Snæfells. Snæfell komst mest í 17 stiga forystu í öðrum leikhluta og var staðan sem áður sagði 37-24 í hálfleik.

 

Í síðari hálfleik hleypti nýju lofti í gestina sem fóru í sterka svæðisvörn og pressu. Mikil barátta var á vellinum og Keflvíkingar minnkuðu muninn hægt og bítandi. Átta stigum munaði þegar síðasti leikhlutinn hófst. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi en Snæfell hélt forystunni allan tímann og verðskuldaði sigurinn. Lokatölur 68-61.

Hildur Sigurðardóttir var stigahæst í liði Snæfells með 16 stig og níu fráköst. Næstar komu Kieraah Marlow og Hildur Björg Kjartansdóttir báðar með 15 stig. Kieraah átti að auki 13 fráköst og sex stoðsendingar og Hildur Björg átta fráköst og sjö stoðsendingar. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 13 stig, tók sjö fráköst og átti þrjár stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir sex stig og fimm fráköst og Björg Guðrún Einarsdóttir skoraði þrjú stig. Aðrar komust ekki á blað. Langatkvæðamest í liði Keflavíkur var Jaleesa Butler með 21 stig, sex fráköst og fimm stolna bolta.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is