Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2011 06:45

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðar samþykkt samhljóða

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar sl. fimmtudag var fjárhagsáætlun fyrir næsta ár samþykkt samhljóða að lokinni annarri umræðu. Grundarfjörður er eitt þeirra bæjarfélaga sem hefur frá hrunárinu 2008 verið undir smásjá eftirlitsnefndar með fjármál sveitarfélaga. Sveitarstjórn, sem vann í heild sinni að gerð fjárhagsáætlunarinnar, var því þröngur stakkur sniðinn en gert er ráð fyrir örlitum rekstrarafgangi, tíu milljónum króna.

Í tilkynningu frá Grundarfjarðarbæ segir að undanfarin ár hafi verið lögð áhersla á góða samvinnu beggja lista í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunar og hafi það fyrirkomulag gengið mjög vel. Sem dæmi megi nefna að við fyrri umræðu í bæjarstjórn lagði oddviti minnihlutans fram fjárhagsáætlunina, en hann stýrði þeim fundi sem varaforseti bæjarstjórnar. Trúlega sé þetta einsdæmi í bæjarstjórnum á Íslandi að minnihlutinn fylgi fjárhagsáætlun úr hlaði.

Hjá Grundarfjarðarbæ, eins og reyndar öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi, er gert ráð fyrir óbreyttri útsvarsprósentu, en útsvarið er stærsti tekjustofninn, áætlaður 315 milljónir á næsta ári. Áætlað er ráð fyrir að heildartekjur sveitarfélagsins verði liðlega 673 millj. kr. sem er um 11 millj. kr. hækkun frá áætluðum tekjum ársins 2011. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði í lágmarki eins og síðustu ár. Samkvæmt áætluninni eiga langtímaskuldir ekki að breytast á árinu og verða um 1,2 milljarðar króna. Lögð verður áhersla á að greiða niður skammtímaskuldir en langtímaskuldir verða endurfjármagnaðar. Stærstu skuldbindingar Grundarfjarðarbæjar eru vegna félagsins Jeratún sem stofnað var um uppbyggingu Fjölbrautaskóla Snæfellinga, og við Orkuveitu Reykjavíkur vegna samnings um lagningu hitaveitu í þéttbýlið í Grundarfirði, sem ekki hefur tekist að koma í framkvæmd.

Ekki er gert ráð fyrir niðurskurði í rekstri en áfram verður gætt hagræðingar í innkaupum. Gjaldskrár hækka almennt um 5% en á því eru nokkrar undantekningar. Leikskólagjöld munu hækka um 2% og jafnframt mun afsláttur til 2. barns hækka úr 35% í 50%. Afsláttur vegna þriðja barns verður áfram 100%. Áfram verða 12 mánaða börn tekin inn á leikskólann en gert er ráð fyrir að fjögurra tíma afsláttur vegna elsta árgangsins falli niður frá næsta hausti. Dvalargjald í heilsdagsskóla mun ekki hækka en afsláttur vegna 2. barns mun hækka úr 35% í 50%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is