Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2011 10:41

Tvíframlengt gegn toppliði Grindavíkur

Enn og aftur var háspennuleikur í Hólminum þegar topplið Grindavíkur kom í heimsókn á sunnudagskvöldið, í síðustu umferð IE-deildarinnar á þessu ári. Tvíframlengja þurfti leikinn og lyktir hans urðu þau að Grindvíkingar sigruðu með fimm stiga mun 110:105. Við tapið færðist Snæfell niður í 10. sæti deildarinnar, hefur aðeins náð sex stigum í níu leikjum í deildinni, sem er það slakasta hjá liðinu í háa herrans tíð.

Leikurinn var jafn frá upphafi, en engu að síður nokkrar sveiflur. Þannig var Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta 29:25, en Grindavík hafði betur í öðrum leikhluta 12:24, þannig að gestirnir voru yfir í hálfleik 49:41. Grindvíkingar komust mest í 12 stiga forystu við upphaf seinni hálfleiks en Snæfell náði að vinna þann mun upp og komst yfir. Liðin voru að skiptast á forystunni í leiknum og sem dæmi um sveiflurnar, en samt hvað leikurinn var jafn, skiptust liðin 13 sinnum á forystunni í leiknum og ellefu sinnum var jafnt.

 

 

 

 

Staðan eftir þriðja hluta var 67:69 fyrir Grindavík og ljóst að spennan yrði í algleymingi það sem eftir væri. Bæði lið voru að spila svæðisvörn og um miðjan leikhlutann var jafnt 76:76. Snæfell komst svo hægt og rólega í forystu 81:76, en Grindvíkingar komu til baka og náðu að jafna og jafnt var í lok venjulegs leiktíma 83:83. Jón Ólafur Jónsson fór út af með fimm villur strax í upphafi framlengingar eftir tæknivillu fyrir mótmæli. Liðin skiptust á að skora og aftur var jafn eftir fyrri framlenginguna 98:98, en þá voru Grindvíkingar nýbúnir að missa Sigurð Þorsteinsson af velli. Grindavík komst í 100:106 og Snæfellingar nýttu illa nokkur færi og voru að glopra boltanum í sókninni. Grindvíkingar voru sterkari þegar þarna var komið og náðu að klára leikinn, eins og áður segir 110:105.

Hjá Snæfelli var Marquis Hall stigahæstur með 27 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Quincy Cole var með 23, 20 fráköst og 4 stolna bolta. Jón Ólafur Jónsson skoraði 19 stig og tók 6 fráköst. Sveinn Arnar Davíðsson var með 17, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8, Ólafur Torfason 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3 og þeir Egill Egilsson og Daníel Kazmi 2 hvor. Hjá Grindavík voru útlendingarnir langstigahæstir, Girodan Watson með 35 stig og J´Nathan Bullock með 28 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is