Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2011 10:51

Fjörurnar voru þaktar af rotnandi síld

Lárus Hallfreðsson bóndi í Ögri, skammt frá Stykkishólmi, fór á föstudag í Sellónseyjar sem tilheyra Ögri. Hann segir fjörur þar þaktar af rotnandi síld og mikið sé af síld, þar sem hann sá til botns við eyjarnar. „Þarinn í fjörunum var líka þakinn þykku grútarlagi og lyktin rosaleg. Þetta náði alveg upp í gras í eyjunum. Ég hef aldrei séð þetta þarna áður. Þetta voru mikið heilar síldar sem ég sá þannig að þetta var ekki afskurður eða neitt því um líkt. Í haust varð ég var við talsverða grútarlykt heima við fjárhúsin og þá var komin dauð síld á fjörur þar. Ég hef líka orðið var við þegar ég sigli út í eyjarnar að það koma loftbólur upp úr sjónum, eins og úr goshver, með mikilli grútarlykt.“ Lárus telur ekki líklegt að síldin sé að drepast vegna sýkingar. „Stóru bátarnir voru að veiða þarna á 5-6 metra dýpi og mér finnst líklegast að þetta komi frá þeim.“

 

Fjörutíu hafernir í síldarveislu

Jóhann Kjartansson er einn eigenda jarðarinnar Jónsness. Hann segir mikið af dauðri síld á fjörum þar núna. „Það hefur nú verið ísilagt að hluta í voginum við Jónsnes og þessi síld sem ég sá um helgina var nokkuð heilleg og ekki komin mikil lykt af henni. Kannski hefur hún bara geymst svona vel í kuldanum. Þarna var mikið fuglalíf núna og ég sá eina fjörutíu haferni. Það gerist nú ekki oft að þeir sjáist svo margir í einu og var einstök upplifun að hafa þá svífandi þarna yfir sér. Svo var mikið af mávum og ég sá bæði tófu og minkaspor í fjörunni. Þetta er auðvitað veisla fyrir dýrin meðan síldin úldnar ekki. Ég hef nú verið lengi að fylgjast með þarna í Jónsnesi og allt frá 1980 róið þaðan á grásleppu hvert vor auk þess að halda til þarna meira eða minna á sumrin. Ég varð fyrst var við einstaka síld rekna á fjörur fyrir svona fimm árum, svo var mikið um þetta fyrir tveimur árum en síðan aftur núna. Ég gat nú ekki séð neitt á þessari síld, engin sár eða slíkt. Annars hef ég ekki þekkingu til að meta það hvers vegna þessi síld hefur drepist. Hins vegar finnst mér nauðsynlegt að vísindamenn taki sýni af síldinni og rannsaki. Það er ekkert eðlilegt við að sjá svona mikið af dauðri síld á fjörum. Það hefur síðustu árin verið ákveðin brækja þarna yfir Kiðeyjasundinu, þar sem mest er veitt af síldinni,“ sagði Jóhann Kjartansson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is