Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2011 02:36

Síldin í Breiðafirði verður rannsökuð eftir áramót

„Við förum í umfangsmiklar síldarrannsóknir strax í byrjun janúar,“  segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunnar. „Rannsóknir á síldinni hafa tafist nokkuð vegna verkfalls skipverja á hafrannsóknaskipunum en Dröfnin verður við rannsóknir á Breiðafirði eftir áramótin.“

Þorsteinn segist hins vegar telja allar líkur á að síldin, sem er að reka á fjörur núna í nágrenni Stykkishólms, hafi drepist vegna sýkingar í stofninum, þótt hann geti ekkert fullyrt um hvort einhverju hafi verið sleppt niður frá bátum eða ekki. „Í raun höfum við verið hissa á hve lítið hefur orðið vart við dauða síld þarna, hingað til, því miðað við sýkinguna hefðu um 100 þúsund tonn af síld átt að drepast árlega. Það fer svolítið fyrir því.“

Aðspurður um hvort ekki hefði verið eðlilegra að veiða meira af síldinni frekar en að takmarka veiðarnar þegar sýkingin uppgötvaðist sagði Þorsteinn að miðað við hlutfall sýktrar síldar yrði að horfa til þess að fyrir hverja eina síld sem veidd væri dræpust tvær heilbrigðar. „Þegar það kom í ljós í vor að yfir 90% síldar í Grundarfirði var sýkt, þá sendum við nótaskip þangað til veiða, en þegar það kom var síldin horfin þaðan. Þegar hlutfallið er orðið svo hátt er þetta orðin spurning um að taka þessa síld í burtu og bræða hana. Svo verðum við líka að taka tillit til þess að um 90% síldarstofnsins hefur haldið sig í Breiðafirði síðustu ár.“ Þorsteinn segir að ekki þurfi endilega að sjást utan á síldinni þótt hún sé sýkt því sýkingin sé í innyflunum og komi ekki alltaf í ljós á roðinu og nái ekki í holdið.

Hann segir straumakerfið í Breiðafirði stýra því hvert dauða síldin fari og dauðir pollar á milli geti orðið til þess að mikið safnist á einstaka stað. „Við höfum ekki fengið sýni af þessu nýlega en öll sýni hingað til hafa sýnt mikla sýkingu. Þetta verður hins vegar rannsakað ítarlega eftir áramót,“ segir Þorsteinn Sigurðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is