Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2011 01:01

Varnarbarátta í fjárhagsáætlun

Fjárhagaáætlun Akraneskaupstaðar fyrir næsta ár var lögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Árni Múli Jónasson bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði og sagði að hún bæri með sér varnarbaráttu og það ætti ekki að koma neinum á óvart eins og áraði núna í efnahags- og atvinnulífi. Áætlað er að rekstrartekjur sveitarfélagins verði rétt rúmir fjórir milljarðar og rekstrarútgjöld tæpir fjórir milljarðar. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði jákvæð um 93,5 milljónir, en sú niðurstaða er byggð á því að fjármagnsliðir verði jákvæðir um 182 milljónir.

Bæjarstjóri vitnaði til þess að fyrir ári þegar áætlun þessa árs var lögð fram, hafi verið óvissa, það hafi í raun ekkert breyst.

“Staðan er nú ári síðar, því miður, óbreytt að þessu leyti. Tekjur sveitarfélaga hafa dregist saman og útgjöld almennt aukist, m.a. vegna þess að krónan hefur veikst og ýmis verkefni á sviði félagsþjónustu hafa þyngst, eins og vænta má þegar að sverfur hjá fólki og fyrirtækjum. Atvinnuöryggi hefur skerst og atvinnuleysi varpar skugga á líf margra einstaklinga og samfélagið allt. Það er úr minna að spila, enn minna en fyrir ári síðan. En við höfum úrræði sem duga og þurfum því ekki að æðrast. Við verðum einfaldlega að auka enn aðhald í rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins og horfa í hverja krónu,” sagði Árni Múli.

Þrátt fyrir að draga upp þessa dökku mynd sagði bæjarstjóri að margt væri jákvætt í bæjarfélaginu, áfram yrði varin sú góða þjónusta sem þar væri og atvinnusvæðið væri öflugt með Grundartanga sem aðalsóknarsvæðið, sem skaffaði miklar útsvarstekjur til bæjarfélagsins. Íbúaþróun væri jákvæð í ljósi þess sem gerst hefði. Íbúatala Akranes náði hámarki hrunárið 2008, var þá 6630. Nokkur fækkun varð á árinu 2009, en í heild hefur hún ekki verið nema 40 á síðustu þremur árum. Efir að íbúatalan hafði aftur farið uppá við á árinu 2010, er útlit fyrir að íbúum fækki um tíu í ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is