Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2011 11:01

Þokkaleg staða í forðagæslumálum

Forðagæsluskýrslur eru ennþá að berast á skrifstofu Búnaðarsamtaka Vesturlands en búnaðarsamtökin  sjá um forðagæslu á öllu Vesturlandi og í Reykhólasveit. Samkvæmt þeim forðagæsluskýrslum sem borist hafa eru bændur þokkalega staddir hvað varðar heyforða fyrir veturinn, en vissulega eru á því undantekningar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu BV.

Að sögn Sigríðar Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands voru kalskemmdir síðasta vor almennt ekki að valda bændum á starfssvæðinu búsifjum. Það gerðu hins vegar miklir þurrkar og því eru heybirgðir hjá bændum, sem eru með mikið undir á melatúnum, talsvert minni en í venjulegu árferði.  

Sigríður segir að síðastliðið vor hafi verulega gengið á heyforða hjá bændum. “Margir kláruðu forðann og eiga því engar fyrningar. Bændur eru því almennt ekki eins vel undirbúnir fyrir annað kalt vor og heygjöf fram á sumar. Eftir heyannir í sumar fundum við fyrir því að einhverjir bændur töldu sig vera tæpa á heyforða en við fengum einnig vitneskju um bændur sem voru það vel birgir af heyjum, að þeir voru til í að selja eitthvað. Strax í haust voru bændur því byrjaðir að miðla sín á milli til að tryggja vetrarforða.”

Sigríður segir að nú séu sauðfjársæðingarnar í fullum gangi. “Í upphafi vertíðar fundum við fyrir því að hluti bænda á okkar svæði byrjuðu seinna að sæða en undanfarin ár og er ástæðan fyrir því líklega sú að bændur eru frekar að seinka sauðburði,” segir Sigríður, væntanlega af reynslunni eftir kalt vor í ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is