Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2011 03:01

Verkefni færð að nýju til bæjarstjóra í Grundarfirði

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar sl. fimmtudag sagði forseti bæjarstjórnar, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, upp þeim sérverkefnum sem hún hefur gegnt fyrir sveitarfélagið síðasta árið, og verða þau væntanlega færð yfir til bæjarstjóra, en vegna þeirra var útbúin vinnuaðstaða á bæjarskrifstofunni fyrir forseta bæjarstjórnar. Eitt af markmiðum þessa fyrirkomulags, sem samþykkt var á fundi í september 2010, var að flytja verkefni að hluta frá bæjarstjóra og yfir í hendur forseta og voru laun bæjarstjóra lækkuð sem nemur viðbótargreiðslu til forseta.

Mikillar óánægju hefur gætt hjá D-lista minnihluta bæjarstjórnar, sjálfstæðismönnum, með þetta fyrirkomulag, en þeir telja að þessi verkefnaflutningur hafa verið ástæðulaus og ef eitthvað er séu verkefni forsetans minni en fyrir hrun og niðurskurð.

 

 

 

 

“Séu einhver önnur verkefni í gangi sem óvenjulegt getur talist að forseti bæjarstjórnar sinni er okkur algerlega óljóst hver þau eru. Eins og berlega hefur komið í ljós þá fór þessi launahækkun verulega fyrir brjóstið á okkur sérstaklega í ljósi þess að við höfum staðið vel á bak við ykkur í þeim niðurskurði sem bæjarfélagið óhjákvæmilega hefur þurft að ganga í gegnum,“ segir í bókun minnihlutans á fundinum.

Sigurborg segir að með þeim viðbótarverkefnum sem forseta voru falin, hafi vinna forseta farið upp í 40 – 50% starf á vetrarmánuðum. Hún segir í bókun sinni að auk venjubundinna verkefna forseta, hafi undirrituð á þessum tíma haft umsjón með íbúafundum, forstöðumannafundum og starfsmannafundum, í samvinnu við bæjarstjóra, bæjarráð og bæjarstjórn. Einnig hafi forseti lagt töluvert af mörkum í samstarfi sveitarfélaga á Snæfellsnesi, m.a. með sameiginlegum fundum.

Sigurborg segir síðan undir lok bókunar sinnar. “D-listi hefur ítrekað lýst óánægju sinni með þetta fyrirkomulag og bendir flest til þess að hann muni halda því áfram út kjörtímabilið. Það er ekki þess virði að berjast fyrir fyrirkomulagi sem kostar forseta fjárhagslegar fórnir og hugnast ekki nema helmingi bæjarstjórnar. Þar með biðst ég undan þessum auknu verkefnum og geri ráð fyrir að bæjarráð muni í framhaldinu taka upp starfslýsingu og kjör bæjarstjóra,” segir í bókun forseta bæjarstjórnar, þannig að svo gæti farið að eitt af næstu verkefnum bæjarstjórnar Grundarfjarðar yrði að endursemja um starfskjör bæjarstjóra, Björns Steinars Pálmasonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is