Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. desember. 2011 09:01

Gleðileikurinn endurvakinn

Þriðjudaginn 27. desember á þriðja dag jóla verður Hinn guðdómlegi gleðileikur um fæðingu Jesú Krists, jólasagan í alþýðustíl, leikin í Hjálmakletti, nýja menningarsalnum í Menntaskóla Borgarbyggðar. Ævintýrið hefst með athöfn í Borgarneskirkju kl. 18 en þaðan verður gengið í blysför að menntaskólanum þar sem sýningin hefst um kl. 19:00. Staðnæmst verður á leiðinni við Tónlistarskólann þar sem flutt verða jólalög af svölum skólans.

Þetta er þriðja sinn sem Hinn guðdómlegi gleðileikur er fluttur. En hann var frumsýndur 27. desember árið 2008 og endurtekinn árið eftir.

Þessi galna hugmynd kviknaði í október 2008 þegar samfélagið var í losti eftir efnahagshrunið, margir áttu erfitt og kviðu framtíðinni í algjörri óvissu. Þá tóku nokkrir bjartsýnismenn sig saman og ákváðu að bregða á leik og setja á svið jólaguðspjallið og fá til liðs við sig bæði börn og fullorðna, leikara, söngvara og handverksmenn. Sýningin átti að vera í anda gleðileikjanna sem gjarnan voru leiknir á götum úti á miðöldum í Bretlandi. Textinn allur í bundnu máli, í anda bresku helgileikanna, og persónur jólaguðspjallsins taka á sig mannlegar myndir og atburðirnir hafa skírskotanir til samtímans. Höfundar textans eru Kjartan Ragnarsson og Unnur Halldórsdóttir, en leikmyndin er eftir Ragnar Kjartansson.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í undirbúningnum og sýningunni sjálfri, kórar, leikarar, smiðir, saumakonur, tæknifólk, björgunarsveitin, prestarnir og fleiri og fleiri. Sú hefð hefur skapast að Vitringarnir frá Austurlöndum eru leiknir af rektorum háskólanna á Bifröst og Hvanneyri og skólameistara Menntaskólans og fer vel á því að tveir af þremur vitringum eru nú konur. Bæjarstjóri Borgarbyggðar leikur sendiboðann síhrædda af mikilli innlifun en Ágústínus keisara er leikinn af lögreglustjóranum í Borgarbyggð. Í ár sjáum við nýjan Heródes en hann er Bragi Þór Svavarsson. Gabríel erkiengill er enn í góðum höndum Ingibjargar Ingadóttur og Jón Gíslason frá Lundi leikur fjárhirðir í annað sinn. Hinir tveir koma ferskir inn en þeir eru Guðrún Kristjánsdóttir, sem einnig leikur gistihúseiganda og Ingimundur Ingimundarson, sannur fjárhirðir. Maríu og Jósep leika svo Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Sigurður Hannes Sigurðsson. Snúningapeyjann sem hjálpar Jesúbarninu í heiminn leikur Rúnar Gíslason, en hann er einn þeirra sem verið hefur með frá upphafi. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir en umsjón og framkvæmdastjórn er á höndum Jónínu Ernu Arnardóttur.

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en tekið skal fram að ekki verður hleypt inn í Menntaskólann fyrr en blysförin er komin á staðinn. Aðgangur er ókeypis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is