Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2011 02:31

Vel sloppið úr óhöppum

Í vikunni var litlum jeppa ekið framúr flutningabíl á Vesturlandsvegi sunnan við Hafnará. Mikil hálka var á veginum og þar að auki bálhvasst. Rann jeppinn til á veginum, fór utan í bifreið sem kom úr gagnstæðri átt og hafnaði síðan utan vegar þar sem hann valt. Telja verður að ökumaður og farþegar hafi sloppið vel, en tvö börn voru í bílnum, og var fólkið flutt á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar. Reyndist það hafa sloppið án teljandi meiðsla frá þessu óhappi, enda í bílbeltunum.

Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæminu í liðinni viku. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en töluverðar skemmdir á ökutækjum.  Í flestum tilvikum var um útafakstur að ræða í hálku, ófærð og vindi. Hafði vegfarandi orð á því við lögregluna að mikill munur virtist vera á söltun vega frá Borgarnesi að Hvalfjarðargöngum og þaðan til Reykjavíkur. Taldi hann einhvern saltsparnað vera í gangi norðan Hvalfjarðarganga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is