Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2011 10:01

Flúði undan Rússum en fann svo heimilið og framtíðina á Akranesi

Elvira Christel Milkoweit var tuttugu og eins árs gömul þegar hún fór um borð í íslenska togarann Jón forseta í Hamborg í Þýskalandi árið 1949. Hún kom til Reykjavíkur 22. nóvember það ár til að fara í vist hjá hjónum þar. Hennar hlutverk var að passa börnin og hugsa um heimilið og mánaðarkaupið var 500 krónur. Það var kaupið, sem ákveðið var að ungar þýskar konur fengju á Íslandi fyrir störf sín, hver sem þau voru. Á þessum tíma komu margar ungar þýskar konur hingað til lands á vegum íslenska landbúnaðarins. Það vantaði konur til sveita. Sveitirnar vantaði bæði konur og unga karlmenn en skyndileg velmegun á Íslandi hafði, í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar, lokkað fólk á mölina. Christel kom þó ekki hingað á vegum landbúnaðarins eins og margar ungar þýskar konur höfðu gert.

 

Christel Einvarðsson rifjar upp ferðalagið og fyrstu árin á Íslandi í einlægu viðtali í Jólablaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is