Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2011 02:01

Samfélagið í Hvalfirðinum var skemmtilegt hér áður fyrr

Jónas Guðmundsson fæddist á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd árið 1944 og hefur verið þar að mestu síðan. Hann hefur rekið verktakafyrirtæki þar í eigin nafni síðan 1973. „Síðustu árin hefur þetta heitið Jónas Guðmundsson ehf. en það varð til eftir að endurskoðandinn minn hafði nauðað í mér í mörg ár að stofna félag um reksturinn. Oftast köllum við þetta JG-vinnuvélar. Annars hef ég raunar verið í sjálfstæðum rekstri lengur því árið 1965 keyptum við Jón heitinn Þorgrímsson á Kúludalsá okkur víraskurðgröfu, sem við fengum verkefni fyrir við Nato stöðina í Hvalfirði og svo vorum við að vinna fyrir fyrirtæki þar. Það var mikil vinna í Hvalfirðinum á þessum árum.“ Jónas segir skólagöngu sína hafa verið ákaflega takmarkaða. „Það var farskóli á Hvalfjarðarströndinni á þessum árum og kennari sem ferðaðist milli bæja. Skólinn var þó oftast heima á Bjarteyjarsandi og úr þessum farskóla lauk ég því sem kallað var fullnaðarpróf.“

 

Nánar er rætt við Jónas Guðmundsson verktaka á Bjarteyjarsandi í Jólablaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is