Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Laugardagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2011 03:31

Reykhöll Gunnu í Rifi tekin til starfa

Í beitningaskúr Andrans ehf. í Rifi er nýjasta fyrirtæki staðarins til húsa, Reykhöll Gunnu. Guðrún Gísladóttir hefur síðan í haust verið að þróa reykingar á makríl og ýsu. Staðið í því að fá leyfi til starfans og má nú loksins selja ofantaldar tegundir sem vonandi á eftir að fjölga. Vinnsluleyfið kom 7. desember og fyrsta sendingin fór úr hlaði daginn eftir.

Guðrún Gísladóttir hafði unnið lengi í fiski þegar hún ákvað að fara í fiskvinnsluskólann, þetta var fyrir margt löngu. Síðar var hún kjörinn formaður í verkalýðsfélaginu, fór að vinna á Hafnarvoginni og síðan í Sjávariðjunni sem verkstjóri, þar sem hún vann í 17 ár og líkaði vel. Svo fóru bátarnir að veiða makríl og þá var henni bent á að lítil vinnsla væri hérlendis á fiskinum. Reyktur makríll væri sem dæmi herramanns matur. Og það reyndist rétt.

 

Tekið er hús á Guðrúnu Gísladóttur í Rifi í Jólablaði Skessuhorns.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is