Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. desember. 2011 01:10

Milljónatjón þegar þak gaf sig undan snjóþunga

Þak á geymsluhúnæði við Norðurtanga í Ólafsvík féll undan snjóþunga um jólahátíðina, líklega aðfararnótt jóladags. Að sögn Jóns Einarssonar annars eiganda geymsluhúsnæðisins voru þrír bátar inni í húnæðinu og urðu tveir af þeim fyrir skemmdum. Auk þess eru pallbíll og fellihýsi sem voru innar í húsinu talin ónýt. Það var lán í óláni að einn af þverbitunum sem hélt uppi flötu þakinu féll fyrir aftan bátana en ekki framar og ofan á þá, sagði Jón í samtali við Skessuhorn. Þá hefði orðið talsvert meira tjón. Hann kveðst hafa farið á jóladag að kíkja á bátana og séð þá að þakið hafði fallið. Hann sagði ennfremur að snjórinn sem hann og félagar hans væru nú að hreinsa af þakinu væri um einn metri að þykkt þar sem mest var.  Um tugur manna vinnur nú að snjóhreinsun af húsinu og styrkingu þannig að ekki verði meira tjón en orðið er.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is