Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2011 09:58

Fannfergi í Ólafsvík

Óvenjulega mikill snjór er nú í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Að sögn Svans Tómassonar hjá TS vélaleigu, sem sér um snjóruðning í Ólafsvík,  hefur ekki kyngt svona miklum snjó þar niður í mörg ár. „Við byrjuðum að ryðja klukkan fimm í morgun,“ segir Svanur snemma í morgun þegar fréttaritari ræddi við hann og bættu við að þá hafi verið þrjú snjóruðningstæki í notkun og markmið þeirra hefði verið að opna allar götur fyrir klukkan átta þannig að fólk kæmist til vinnu. Ennfremur segir Svanur að snjóþykktin á götunum hafi verið þetta frá 40 sentimetrum og upp í tvo metra. Það hafi verið með öllu ófært fyrir umferð þegar þeir hófu hreinsun í morgun.

Svanur sagði að ef héldi áfram að snjóa eins og gert hafi þá lenda þeir fljótlega í vandræðum með geymslupláss fyrir snjó því allt er að fyllast af fjallháum haugum af snjó. Myndin er frá snjóruðningi við Fossbrekku í morgun, en þar var snjóþykktin um tveir metrar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is