Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2011 08:01

Leikdeild Skallagríms setur upp Skugga-Svein á 150 ára afmæli verksins

Leikdeild Umf. Skallagríms hefur upp á síðkastið æft af fullum krafti leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem deildin setur þetta verk upp þótt langt sé um liðið síðan síðast, eða árið 1948. „Fannst fólki kominn tími á að setja þetta vinsæla leikverk upp aftur. Það vill líka svo skemmtilega til að um þær mundir sem leikritið verður frumsýnt í Lyngbrekku eru 150 ár síðan það var fyrst sett á fjalirnar en þá var það sýnt í Gildaskálanum við Kirkjustræti 2 í Reykjavík,“ segir í tilkynningu frá leikdeildinni. Leikstjóraval var ekki erfitt því Rúnar Guðbrandsson er að leikstýra hópnum fimmtu uppsetninguna í röð og þekkir því orðið nánast hverja manneskju innan hans vel.

 

 

 

 

Skugga-Sveinn verður í þetta sinn settur upp í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum og verður frumsýning þann 6. janúar nk. Leikhópurinn kemur hvaðanæva að úr Borgarbyggð, enda sautján manns sem standa á sviði í þessari uppfærslu. Sú sem kemur lengst að ekur um 40 kílómetra leið til æfinga og er að taka þátt í sinni fjórðu uppfærslu með deildinni þrátt fyrir að búa þetta langt í burtu. Flestir sem leika að þessu sinni koma þó ekki svona langt að og má þar helst nefna átta manns úr sömu fjölskyldunni og eina manneskju sem telst vera fjórði ættliður innan sinnar fjölskyldu sem leikur með Leikdeild Skallagríms. Æfingar hafa gengið mjög vel en fjöldi fólks hefur unnið hörðum höndum að því að láta þessa uppsetningu verða að veruleika, enda ekki létt verk að setja upp svona stóra sýningu. Eiginlega má segja að allmargir í sveitunum umhverfis Lyngbrekku hafi lagt lóð á vogaskálina við uppsetningu þessa verks með því að rjúka til í tíma og ótíma og draga leikhópinn í smærri eða stærri einingum upp úr sköflum eða skurðum og með því séð til þess að æfingar héldu áfram þrátt fyrir að veður og færð hafi verið með versta móti, segir að endingu í tilkynningu frá leikdeild Umf. Skallagríms.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is