Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2011 04:02

Sveitarfélögin taka við forræði almenningssamgangna

Samningar voru undirritaðir í dag milli Vegagerðarinnar og landshlutasamtaka á Vestur- og Norðurlandi, um að sveitarfélögin á þessum svæðum taki frá og með áramótum við forræði af ríkinu um skipulagningu almenningssamgangna á vestan- og norðanverðu landinu. Ríkið hefur áður gert sambærilega samninga við landshlutasamtök á Suðurlandi og Austurlandi. Engra breytinga er þó að vænta á leiðinni Akureyri-Reykjavík og leiðum úr frá þeirri aðalleið fyrr en í fyrsta lagi næsta haust.  Ólafur Sveinsson forstöðumaður Atvinnuráðgjafar Vesturlands segir í samtali við Skessuhorn að tíminn verði nú notaður til að þróa leiðirnar á Vesturlandi þannig að þær falli eins vel að þjónustu við íbúana og kostur er. Það verður m.a. gert með því að samþætta almennar áætlanaferðir skólakeyrslu.

Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf hefur unnið með landshlutasamtökunum að því að þróa nýtt almenningssamgangnakerfi. Meðal annars hefur verið hugmyndin á leiðinni Reykjavík-Akureyri að aka bæði í gegnum Sauðárkrók og Akranes. Smári sagði í samtali við Skessuhorn að þetta myndi ráðast í samningagerð á nýju ári, en ekki myndi veita af tímanum til undirbúnings. Bjóða þyrfti leiðirnar út og í framhaldi af því þurfi verktakar tíma til að laga tækjakost að leiðum. “Það getur t.d. tekið nokkra mánuði að fá vagna erlendis frá, þannig að ég myndi frekar skjóta á að ekið yrði eftir núgildandi kerfi út árið 2012,” segir Smári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is