Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2011 11:18

„Færi betur á að aðrir ráðherrar byggðu einnig upp innviði íslensks samfélags“

Samtök ungra bænda lýsa ánægju sinni með þá viljayfirlýsingu sem nú hefur verið gerð milli Bændasamtaka Íslands, Landssambands kúabænda og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þess efnis að komið verði á nýliðunarstuðningi í mjólkurframleiðslu hér á landi. Stuðningur við nýliðun í landbúnaði hefur verið eitt af helstu stefnumálum Samtaka ungra bænda frá stofnun samtakanna og hafa ungir bændur haldið á lofti nauðsyn þess að huga að eðlilegri nýliðun og aðgengi inn í atvinnugreinina fyrir ungt fólk, enda sé slíkt forsenda fyrir framtíð landbúnaðar á Íslandi. 

Samtökin koma í yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér þakklæti til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „sem hefur á sinni ráðherratíð ávallt sýnt málefnum ungs fólks í landbúnaði mikinn skilning og hlustað á þeirra sjónarmið. Landbúnaður er forsenda atvinnu og búsetu víða á landsbyggðinni og öflugur landbúnaður til framtíðar byggir á því að ungt og vel menntað fólk komi til starfa í greininni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sýnir í verki að hann hefur skilning á mikilvægi landbúnaðarins í atvinnusköpun á landsbyggðinni og verðmætasköpun þjóðarbúsins. Ein frægasta persóna bókmenntasögunnar komst að þeirri niðurstöðu að það væri mikilvægt að rækta garðinn sinn og það er ánægjulegt að sjá í verki að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur komist að sömu niðurstöðu. Færi betur á því að aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar færu að hans dæmi og einbeittu sér að því að byggja upp innviði íslensks samfélags til framtíðar,“ segir að lokum í yfirlýsingu ungra bænda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is