Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2011 07:41

Jón er afar argur yfir hvert Steingrímur stefnir - Vill vera afdráttarlaus gegn ESB

Jón Bjarnason, sem er að láta af embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að krafan um úrsögn hans úr ríkisstjórn sé tilkomin vegna afstöðu hans til Evrópusambandsins. Hann gagnrýnir Steingrím  J. Sigfússon í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér þar sem hann harmar þessi málalokum fyrir VG.  „Krafan um úrsögn mína úr ríkisstjórn sem nú hefur náð fram að ganga er eins og ítrekað hefur komið fram, komin til vegna afstöðu minnar til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, segir Jón í samtali við Skessuhorn. "Ég tel að með þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir sé enn og aftur höggvið stórt skarð í þann trúverðugleika sem VG hefur haft sem stjórnmálahreyfing. Okkur sem stöndum vaktina fyrir hugsjónir VG bíður mikið og erfitt verkefni endurreisnar. Þar mun ég ekki liggja á liði mínu og ég heiti á mitt stuðningsfólk að vinna að málefnum okkar og þeirri vinstristefnu sem hreyfing okkar hefur staðið fyrir allt frá stofnun. Á því þarf Vinstrihreyfingin grænt framboð og sá málsstaður sem hún var stofnuð um nú meira á að halda en nokkru sinni."  Jón segir jafnftramt: „Um leið og ég óska ráðherrum velfarnaðar í störfum sínum og þakka samráðherrum mínum samstarfið vil ég senda stuðningsfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og farsælt komandi ár," segir Jón Bjarnason.

„Ég höfða til samvisku minna flokksfélaga. Það þurfa allir þingmenn að gaumgæfa hvert þeir hafa ætlað,“ sagði í samtali við Skessuhorn nú í kvöld. „Einn af hornsteinum í stefnu VG er krafan um fullveldi Íslands og þar með afdráttarlaus andstaða við aðild að ESB. Nú er svo komið að þrír af þingmönnum VG hafa gengið út og mér sem ráðherra er mikilvægt að ræða íslenskra hagsmuni í milliríkjasamningum. Án efa mun brotthvarf mitt úr ríkisstjórn gleðja marga þá sem ákafast berjast fyrir skilyrðislausri aðild Íslands að ESB og telja sértæka hagsmuni Íslands litlu skipta. Allir þingmenn þurfa nú að höfða til samvisku sinnar. Sama hvar í flokki þeir standa,“ sagði Jón Bjarnason að lokum í samtali við Skessuhorn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is