Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2012 03:30

Makrílkvóti Íslendinga er 147 þúsund tonn á þessu ári

Makrílkvóti í íslenskri lögsögu fyrir árið 2012 var ákveðinn með reglugerð nr. 1293/2011 sem sett var í sjávarútvegsráðuneytinu 30. desember sl. Verður kvótinn rúmlega 145 þúsund tonn sem er örlítið minna magn en leyft var að veiða í fyrra en óbreytt hlutdeild af heildarveiðum makrílveiðiþjóða. Þessu hafa meðal veiðiþjóðirnar Írar og Skotar mótmælt kröftuglega og hafa jafnvel hótað að beita sér gegn Íslandi í aðildarviðræðum við ESB, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 sl. mánudagskvöld. Reglugerðin um makrílveiðar Íslendinga er engu að síður í samræmi við yfirlýsingu ráðuneytisins frá því fyrr í desember, samhljóða þeirri reglugerð sem gilti fyrir nýliðið ár og er auk þess í samræmi við stefnu Íslendinga undanfarin ár.

 

 

 

 

Makrílveiðar eru Íslendingum afar mikilvægar. Á nýliðnu ári er talið að þær hafi skapað liðlega 1000 störf á sjó og landi og skiluðu 25 milljörðum króna í þjóðarbúið sem jafngildir verðmæti allra innfluttra matvæla hingað til lands og að sama skapi um 5% af útflutningsverðmæti alls útflutnings þjóðarinnar.

Atlantshafsmakríll hefur um aldir verið þekktur við Ísland og var hér í umtalsverðu magni á hlýskeiði um miðbik 20. aldar. Hrygningarstöðvar hans eru í hafinu norður af Bretlandseyjum, ná austur undir Noreg og hrygning makríls hefur verið staðfest í íslenskri lögsögu. Í sumargöngum leitar makríllinn í norður eftir æti og kemur þá í miklu magni inn í íslenska lögsögu. Skipuleg makrílveiði í íslenskri lögsögu hófst fyrst á þessari öld og fór fyrst yfir þúsund tonn árið 2006. Síðan þá hefur hann aukist jafnt og þétt með vaxandi göngum makrílstofnins á Íslandsmið og varð á árinu 2011 156 þúsund tonn eða 16% af allri makrílveiði úr stofninum. Til samanburðar þá er reiknað með að um 1,1 milljón tonna af makríl komi inn í íslensku lögsöguna eða um 23% af heildarstofninum og auki þyngd sína um nærri 60% í sumardvöl sinni við Ísland. Það er því hafið yfir allan vafa og vísindalega staðfest að fæðunám makríls hefur umtalsverð áhrif á lífríkið innan íslenskrar lögsögu.

Verulegur árangur hefur náðst í nýtingu makrílafla frá því að um 80% af aflanum fór til bræðslu fram til 2009. Á árinu 2011 er talið að yfir 90% af öllum afla fari til manneldis og staðan er sambærileg því sem best gerist meðal nágrannaþjóða. Þessu marki hefur verið náð með því að ráðstafa veiðiheimildum í markíl til mismunandi útgerða. Þannig hafa 72% farið til hefðbundinna uppsjávarskipa, 22% til frystiskipa en heimildum hefur einnig verið ráðstafað til ísfiskskipa og smábáta. Þá hafa strangar reglur um meðferð afla haft þau áhrif að nær allur veiddur makríll er unninn til manneldis en afskurður, hausar og slóg fara til bræðslu. Veiðiheimildir í makríl skiptast í ár milli 100 íslenskra fiskiskipa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is