Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2012 09:01

Eva Karen færir út kvíarnar í danskennslunni

Nú eftir áramótin verður boðið upp á námskeið hjá Dansskóla Evu Karenar á þremur stöðum í Borgarbyggð, þ.e. í Borgarnesi eins og verið hefur auk Hvanneyri og á Bifrastar. Í samtali við Skessuhorn segist Eva Karen Þórðardóttir hafa áður verið með námskeið utan Borgarness og hafi það gefist vel. „Við prófuðum til dæmis að vera með fasta tíma á Hvanneyri nú fyrir áramót og þar skráðu 18 konur sig á námskeið og æfðu fjórum sinnum í viku. Það skapaðist mikil stemning og ég vona að hún verði ekki síðri á Bifröst.“

 

 

 

 

 

Eva Karen segir dansinn alltaf jafn vinsælan en þar að auki bætist við fjöldi hreyfinámskeiða sem séu einnig mjög eftirsótt. Af nýjum námskeiðum í vetur má sem dæmi nefna body jam, cx-works og cross þjálfun. „Einnig berum við miklar vonir um að bæta hot yoga á stundatöfluna. Elva Rut Guðlaugsdóttir, yfirkennari Ballettskóla Sigríðar Ármann, verður með balletttíma hjá okkur í vetur og yrði hún þá einnig með hot yoga tímana. Sú jákvæða breyting sem fylgir því til dæmis að vera með cross þjálfunina er sú að nú flykkjast karlmenn loksins til okkar í auknum mæli, öðruvísi en að þeir séu dregnir á eyrunum í danstíma af konunum,“ segir Eva Karen og hlær. „Við leggjum mikla áherslu á að allir finni eitthvað við sitt hæfi og erum til dæmis tvær á leiðinni á námskeið til þess að geta verið með svokallaða Latabæjarþjálfun fyrir yngstu krakkana. Einnig buðum við upp á leikfimi fyrir 60 ára og eldri fyrir áramót. Við erum með tvo sali í kjallaranum í Hjálmakletti. Draumurinn er að geta nýtt annan salinn fyrir krakkana og hinn fyrir fullorðna, svo öll fjölskyldan geti í raun mætt í leikfimi á sama tíma,“ sagði Eva Karen að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is