Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2012 01:37

Fræðir leikskólabörn um umgengni við hunda

Snorri Guðmundsson dýraeftirlitsmaður á Akranesi er þessa dagana að fræða leikskólabörn í bænum um hvernig þau eigi að umgangast hunda og um hugsanlegar hættur sem af þeim geta stafað. Snorri byrjaði fræðslu sína í leikskólanum Teigaseli í morgun og fer síðan í aðra leikskóla bæjarins. Í þessar heimsóknir hefur hann meðferðis þá Mugg og Barón, tveggja ára vel agaða labradorhunda sem hann á sjálfur.  Snorri, sem gegnt hefur starfi dýraeftirlitsmanns á Akranesi frá síðasta hausti, kveðst hafa verið með það í huga í nokkurn tíma að svona fræðsla væri nauðsynleg. Aðspurður sagði hann að nýlegt mál varðandi dobermanhund, sem þurfti að aflíka á Akranesi eftir að hafa bitið sex ára barn, hafi ýtt undir að byrjað var á þessari fræðslu einmitt nú. Snorri sagði að hægt væri að komast hjá slysum og óhöppum sem slíkum, með fræðslu þar sem börnum væri kennt að umgangast dýr og þau frædd um þær hættur sem af þeim stafaði ef ógætilega væri farið.

 

 

 

 

Börnunum í morgun var m.a. kennt að biðja þurfi um leyfi til að fá að klappa hundi, hvernig eigi að nálgast hund sem þau þekktu ekki, hvar eigi að klappa þeim og að ekki megi taka af þeim dót eða mat. Loks var börnunum kennt hvað þau eigi að gera ef þau myndu mæta lausum hundi úti á víðavangi, t.d. megi ekki horfa beint í augun á honum. Blaðamaður fylgdist með þegar börn í öllum deildum leikskólans Teigasels fengu fræðslu. Greinilegt var að þau höfðu gaman af heimsókninni, þótt einstaka þeirra héldu sig í hæfilegri fjarlægð. Spurðu þau Snorra óspart út í hin ýmsu mál sem tengjast hundunum. Ekki var vafi á að þau voru margs vísari eftir heimsóknina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is