Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2012 11:33

Borgarbyggð hefur ekki leitað til lánastofnana

Vegna fréttar hér á vefnum í gær um að búið sé að stofna starfshóp til að ræða hvernig Borgarbyggð, eigandi 1% hlutafjár í OR, geti staðið skil á láni til fyrirtækisins, vill Páll S Brynjarsson sveitarstjóri gera athugasemd við orðalag í fréttinni. Í fyrsta lagi segir hann að í fyrirsögn hafi því verið haldið fram að það sé sveitarfélaginu ofviða að lána OR 75 milljónir króna. „Það hefur legið fyrir nokkuð lengi að Borgarbyggð á þetta fé ekki handbært og Lánasjóður sveitarfélaga lánar ekki sveitarfélögum fjármagn til að endurlána fyrirtækjum þó svo að þau sé í eigu viðkomandi sveitarfélaga að hluta.  Við höfum hins vegar ekki látið á það reyna hvort sveitarfélagið gæti fengið bankalán,“ segir Páll.

Hann segir að Borgarbyggð hafi á sínum tíma látið endurskoðunarfyrirtækið KPMG skoða nokkrar leiðir fyrir sveitarfélagið til að standa við þessa skuldbindingu eigenda OR. Meðal annars þá leið að Reykjavík sem meðeigandi í fyrirtækinu yrði lánveitandi fyrir hönd Borgarbyggðar en fengi þóknun frá Borgarbyggð í staðinn. „Reykjavíkurborg væri þannig lánarinn fyrir okkar hönd. Borgin á handbært fé en það á Borgarbyggð ekki. Þessi leið hefði því þann kost að breyta ekki skuldastöðu Borgarbyggðar, eins og haldið er fram í frétt á vef Skessuhorns í gærkvöldi. Borgarbyggð hefur ekki lýst því yfir hvernig við viljum helst leysa málin en það verður rætt í vinnuhópnum og í honum er enginn ágreiningur fyrirfram,“ segir Páll.

 

Aðspurður sagði Páll að tvær leiðir hafi helst verið ræddar meðal fulltrúa Borgarbyggðar. „Annað hvort fáum við lán frá meðeiganda okkar, eins og áður segir, eða það verður skoðað að Borgarbyggð selji eignir til að fjármagna lánið til OR. Vissulega getur sveitarfélagið selt eignarhlutinn að hluta eða öllu leyti, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is