Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2012 01:29

Snæfellingar á sigurbraut á ný

Eftir slæman endi á síðasta ári, þar sem fjórir leikir í röð töpuðust, náði karlalið Snæfells að byrja nýja árið með sigri í IE-deildinni og þar með komast á sigurbraut á ný. Snæfell mætti Tindastóli á Sauðárkróki sl. fimmtudagskvöld og landaði sigri, 100:99, eftir framlengdan leik. Þessi naumi sigur er góð vísbending í byrjun árs fyrir Snæfellinga, en úrslitin í þessum hnífjöfnu leikjum hafa einmitt í flestum tilfellum verið þeim í óhag það sem af er keppnistímabilinu. Reyndar var Snæfell með frumkvæðið í leiknum á Króknum og það var ekki fyrr en í síðasta leikhlutanum sem heimamenn í Tindastóli, sem voru á mikilli siglingu undir lok ársins, fóru að sýna sitt rétta andlit.

Snæfell var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 24:17 og yfir í hálfleik 42:36. Snæfell bætti svo við forskotið um fjögur stig í þriðja leikhlutanum, en síðan gekk flest þeim í mót í síðasta leikhluta venjulegs leiktíma. Marquis Sheldon Hall fékk tvö vítaskot þegar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Aðeins fyrra skotið fór ofan í og varð því jafnt 81:81. Í framlengingunni var nýliðinn Óskar Hjartarson betri en enginn, en það var hann sem skoraði sigurstig Snæfells í leiknum af vítalínunni. Óskar skipti fyrir stuttu úr 2. deildarliði Mostra yfir í Snæfell og sannaði í þessum leik að hann er maður til að spila með liði í efstu deild.

Hjá Snæfelli var atkvæðamestur Quincy Hankins Cole með 26 stig og 11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson skoraði 24 stig og tók 6 fráköst, Marquis Sheldon Hall 15 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolnir boltar, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Óskar Hjartarson 9 stig og 5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirson 8 stig og 8 fráköst, Ólafur Torfason 7 stig og Sveinn Arnar Davíðsson 2.

Með sigrinum lyfti Snæfell sér upp í 8. sæti deildarinnar og er með 8 stig, líkt og Tindastóll og Njarðvík sem eru í næstu sætum fyrir neðan. Í næstu umferð fær Snæfell Hauka í heimsókn, en þeir eru í næstneðsta sæti deildarinnar, og fer sá leikur fram fimmtudagskvöldið 13. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is