Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2012 02:46

Grunnskóli Grundarfjarðar er 50 ára í dag

Trúlega hafa aldrei fleiri gengið um stofur og ganga Grunnskóla Grundarfjarðar en í dag, en þá var opið hús í tilefni þess að rétt 50 ár voru liðin frá því skólahald hófst í grunnskólahúsinu við Borgarbraut. Anna Bergsdóttir skólastjóri segir að gestkvæmt hafi verið í skólanum, foreldrar og gestir hafi fylgst með nemendum að störfum, en þrátt fyrir afmælið var farið eftir stundatöflunni í skólanum. Myndasýningar voru uppi, m.a. rúlluðu um 300 myndir frá skólastarfinu síðustu 30 árin. Þá voru til sýnis dagbækur eins af fyrrverandi skólastjórum grunnskólans Elimars Tómasonar og gestir þáðu kaffiveitingar.

 

 

 

 

Það var 6. janúar 1962 sem grunnskólahús var tekið í notkun í Grundarfirði, en þar áður hafði kennsla farið fram í Samkomuhúsinu og á fleiri stöðum eftir að farkennsla lagðist af í byggðarlaginu. Grundarfjörður, eða Grafarnes eins og þorpið var kallað framan af, óx hratt og þrisvar hefur verið byggt við skólahúsið.

 

Anna Bergsdóttir hefur verið skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar frá 1997, eða í 14 ár. Jafnlangan tíma þar á undan var Gunnar Kristjánsson skólastjóri. Í dag eru kennarar við skólann 13, auk skólastjóra. Nemendur eru með fæsta móti um þessar mundir, eða 104, en þeir voru 211 þegar flest var. “Við misstum út fjölmenna árganga og fámennari árgangar komu inn í staðinn. Nemendum kemur ekki til með að fækka meira, þvert á móti mun þeim fjölga á næstu árum, þar sem fjölmennir árgangar eru að koma inn að nýju.”

 

Anna skólastjóri sagðist í samtali við Skessuhorn, vera þess fullviss að skólinn væri að skila góðum nemendum út í samfélagið, útkomur úr prófum, kannanir og viðmið sem gerð hafi verið sýndu fram á það. “Þannig að ég held við getum verið bara býsna sátt við okkar hlut,” sagði Anna Bergsdóttir, sem stýrði skóla austur á Djúpavogi áður en hún kom til starfa í Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is