Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2012 11:01

Snæfellingar í átta liða úrslitin

Karlalið Snæfells byrjar nýja árið vel. Þeir fylgdu eftir góðum sigri í fyrsta leiknum í deildinni eftir áramótin með því að vinna Stjörnuna í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins, 73:68, í Garðabæ sl. sunnudag. Leikurinn, sem sýndur var beint á RÚV, var ekkert augnayndi, mikið um mistök á báða bóga en sterkari vörn Snæfells gerði gæfumuninn í leiknum. Snæfellingar geta öðru fremur þakkað sigurinn framlagi Pálma Freys Sigurgeirssonar sem spilaði sinn besta leik í vetur. Leikurinn var jafn allan tímann. Snæfell var þremur stigum yfir í hálfleik, 33:30. Áfram héldu gestirnir frumkvæðinu og voru sjö stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 44:51. Pálmi Freyr var vítamínsprauta liðsins á góðum kafla og í fjórða leikhlutanum komst Snæfell í 12 stiga forystu.

Rétt undir lokin náðu Stjörnumenn að klóra í bakkann, en of seint og Snæfell komst áfram í átta liða úrslitin.

Pálmi Freyr var maður leiksins, tók af skarið um miðbik leiksins, og réðu Stjörnumenn ekkert við hann. Endaði hann með 23 stig og 6 fráköst. Næstur kom Quincy Cole með 15 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Marquis Hall skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson var með 9 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Hafþór Gunnarsson 3, Ólafur Torfason 2 og 7 fráköst og Óskar Hjartarson 2.

Hjá Stjörnunni var Keith Cothran sprækastur með 19 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Justin Shouse, þrátt fyrir slaka nýtingu, setti niður 17 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is