09. janúar. 2012 01:15
Hálka eða snjóþekja er nú víða á vegum á Vesturlandi og víða skafrenningur eða él. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur einnig fram að vegna hreinsunar á vegbúnaði megi búast við smávægilegum töfum á umferð um Hvalfjarðargöng í nótt, frá klukkan eitt og fram undir morgun.