10. janúar. 2012 08:42
Vegna mikillar ófærðar var skólahald fellt niður í dag í nokkrum skólum í dreifbýlinu á Vesturlandi. Í Kleppjárnsreykjadeild og Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar féll skólahald niður, en kennt er á Hvanneyri. Skólahald fellur niður í dag í Tindaskóla í Hvalfjarðarsveit af sömu sökum sem og Lýsuhólsskóla í Staðarsveit vegna óveðurs. Á vef Snæfellsbæjar segir að akstur skólabifreiða milli Hellissands og Ólafsvíkur falli niður í dag sökum óveðurs á svæðinu, en skólar eru opnir á báðum stöðum og starfsfólk vinnur samkvæmt viðbragðsáætlun, segir í tilkynningu.