Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2012 06:22

Fyllti á bílinn og keypti sér hatt

Það hljóp heldur betur á snærið hjá tæplega 18 ára gömlum Hvanneyringi, Bárði Jökli Bjarkarsyni, þegar hann keypti sér happaþrennu í Hyrnunni í Borgarnesi í síðustu viku. Vann hann þá sjö milljónir á skafmiða sem hann keypti. Bárður er nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar og fór í Hyrnuna til að kynna sér vaktaplan, en þar vinnur hann fjóra daga aðra hvora helgi. Bárður Jökull kveðst hafa verið með eitthvað klink í vasanum og ákveðið að prófa að freista gæfunnar og kaupa sér einn skafmiða úr söluvél sem þar er. Miðinn reyndist bera þriðja hæsta vinning af 7, 9 og 13 milljóna króna aðalvinningum í skafmiðaleik HHÍ.

 

 

 

 

Bárður á 14 ára gamlan Renault Megane bíl sem hefur verið heldur bilanagjarn frá því hann keypti hann skömmu eftir bílprófið á síðasta ári. Fyrstu viðbrögð Bárðar var að segja við móður sína, Björk Harðardóttur: „Mamma, það kom svolítið uppá.“ Móðir hans kvaðst hafa sett sig í stellingar og búist við hinu versta, en lyftist þó óneitanlega brúnin þegar piltur bætti við: „Ég vann sjö milljónir á skafmiða.“ Þegar þau höfðu jafnað sig á tíðindunum bætti Bárður við; „Mamma, svei mér þá ef ég fer ekki bara og fylli á bílinn! Svo ætla ég að fara og kaupa mér hatt, það er svo virðulegt.“

 

Björk móðir Bárðar var að vonum himinlifandi með vinninginn hjá syninum. „Hann á þetta virkilega skilið pilturinn. Bárður er dugnaðar drengur og hefur meðal annars unnið meðfram skólanum til að létta undir með okkur og náminu í skólanum,“ segir Björk sem býr á Hvanneyri ásamt syni sínum og yngri systur hans. Faðir Bárðar býr hins vegar í Sviss.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is