Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2012 08:01

Svefneyjar boðnar til sölu

Eyjaklasinn Svefneyjar á Breiðafirði var nú eftir áramótin boðinn til sölu og er uppsett verð 150-195 milljónir króna. Svefneyjar eru innsti hluti svonefndra Inneyja, sem ná yfir Hvallátur, Skáleyjar og Sviðnur, eða alls hátt á fimmta hundrað eyja. Það er fasteignasalan Torg sem hefur eyjarnar í sölumeðferð og óskar eftir tilboðum. Auk tveggja íbúðarhúsa sem alls eru 330 fermetrar og útihúsa fylgir tíu manna yfirbyggður hraðbátur og dráttarvél með í kaupunum. Þá er bent á í sölulýsingu að hægt sé að lenda flugvél á túni við bæjarhúsin og eyjarnar henti vel til ferðaþjónustu, en alls eru 13 svefnherbergi í íbúðarhúsunum. Engin ábúð er í eyjunum sem notaðar hafa verið til sumardvalar undanfarin tuttugu ár af fjölskyldum þeirra Dagbjartar Einarssonar í Grindavík og Gissurar Tryggvasonar í Stykkishólmi sem átt hafa þær síðastliðna tvo áratugi. 

 

 

 

Svefneyjar tilheyrðu áður Flateyjarhreppi en eftir sameiningu sveitarfélaga falla þær undir Reykhólahrepp. Mikil hlunnindi eru í eyjunum, meðal annars af um þrjú þúsund æðarhreiðrum, skarfa- og lundaveiði, eggjatöku og sel. Þetta eru sögufrægar eyjar allt frá landnámsöld. Þekktastar eru eyjarnar ef til vill fyrir þær sakir að Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur fæddist þar og bjó á átjándu öld. Eggert drukknaði á Breiðafirði, ásamt konu sinni Ingibjörgu Halldórsdóttur sem var systur séra Björns í Sauðlauksdal. Voru þau á leið heim úr vetursetu í Sauðlauksdal þegar bátur þeirra fórst 30. maí 1768.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is