Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2012 09:01

Vel bókað fyrir janúar og febrúar á Hótel Glymi

„Ég er búin að starfa hér á Hótel Glymi í þrjú ár og um miðjan janúar er eitt ár síðan ég tók við hótelstjórastarfinu. Ég hef aldrei séð svona miklar og góðar bókanir fyrir janúar og febrúar eins og núna. Það sem við höfum verið að gera hér að undanförnu er að skila sér núna, ekki bara markaðssetningin, heldur er margt fleira sem spilar þar inn í,“ segir Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri Hótels Glyms í samtali við Skessuhorn. Hún segir ekki fullbókað en bókanir séu mjög góðar. Húsin sex, sem hótelið sé með, njóti sívaxandi vinsælda en þrjú þeirra eru með tvö svefnherbergi og hin þrjú með eitt herbergi. Gestirnir í janúar og febrúar koma víða að.

„Þorri þeirra er þó frá Bretlandi, einnig eru Japanir að sækja á sem og Bandaríkjamenn. Það kom hingað blaðakona frá USA Today í nóvember sl. og skrifaði grein um okkur sem kom út á Þorláksmessu. Sú grein hefur farið ótrúlega víða og er að skila okkur bókunum núna. Við vorum með sérstakan leiðsögumann fyrir hana og hún upplifði það að sjá norðurljósin.“

 

Skortur á afþreyingu

Ragna segir verst hversu litla afþreyingu sé hægt að bjóða upp á hér á Vesturlandi á þessum árstíma. „Það er mjög mikið lokað en við getum þó alltaf treyst á Landnámssetur og Brúðuheima í Borgarnesi með fyrirmyndarþjónustu við ferðamenn. Nú eru t.d. japanskir ferðamenn frá okkur að fara að Gullfossi og Geysi og við höfum verið að senda fólk í Hvalaskoðun frá Reykjavík. Við þurfum með jákvæðum hætti að gera allt til að auka vetrarafþreyingu á svæðinu ef við ætlum að lengja ferðamannatímann. Norðurljósin eru mikil söluvara og margir af okkar viðskiptavinum sækjast eftir að sjá þau. Þeir leggja mikið á sig til þess, séu norðurljós til staðar sjást þau mjög vel frá Hótel Glym.

 

Ferðamennirnir okkar, sem hafa verið að koma á bílaleigubílum, eiga hins vegar ekki orð til að lýsa hjálpsemi íslenskra bænda og annarra sem eru að aðstoða þá í vetrarfærðinni en um 95% viðskiptavina okkar koma á bílaleigubílum. Aðra sækjum við og skilum til baka.“

 

Ragna segir bókanirnar svolítið öðruvísi á þessu árstíma en á sumrin. Yfirleitt gisti fólk lengur á hótelinu, allt upp í tíu daga. „Svo megum við ekki gleyma öllum Íslendingunum sem gista hjá okkur bæði einstaklingum og hópum en hótelið hefur verið þekkt sem ráðstefnu- og fundahótel og þar er drjúgur hópur góðra viðskiptavina,“ sagði Ragna Ívarsdóttir og bætir við að útlitið sé líka mjög gott fyrir sumarið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is