Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2012 03:27

Leikdómur - Magnaður Skugga Sveinn í Lyngbrekku

Föstudaginn 6. janúar frumsýndi Leikdeild Skallagríms leikritið Skugga-Svein í samkomuhúsinu Lyngbrekku fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð áhorfenda. Leikgleðin skein af hverju andliti og mátti vart á milli sjá hvor skemmti sér betur áhorfendur eða leikarar. Verkið er mikið stórvirki en 17 leikarar taka þátt í sýningunni og þar af átta úr sömu fjölskyldu; bræðurnir Guðbrandur og Þorkell Guðbrandssynir og börn þeirra. Flestir sem komnir eru til vits og ára þekkja leikritið um útilegumanninn illa Skugga-Svein og baráttu sveitafóksins við að koma honum í bönd. Kynni bóndadótturinnar óspjölluðu við góða útilegumanninn í hópi Sveins, ástir þeirra sem verður til þess að hann fær frelsi og loks málalok yfir Skugga-Sveini eða svo gott sem. Þar takast á hin illu öfl í manninum, rányrkja útilegumannanna og reiði gegn mannkyni og aftur velvildin sem trúir alltaf á hið góða í manninum og alltaf eigi að gefa sakamanni eitt tækifæri enn til að bæta sig.

 

 

 

 

Texti Matthíasar Jochumsonar tekur mið af því tungutaki sem ríkti fyrir 150 árum, en verkið var frumsýnt 1862, og á brýnt erindi til okkar ekki síst núna þegar verið er að rétta yfir okkar nútíma útilegumönnum. Allir sem séð hafa Skugga-Svein eiga sína uppáhaldspersónu enda dregur Matthías skýra mynd af persónum sínum. Þar er illfyglið Skugga-Sveinn sem leikinn var af Jónasi Þorkelssyni sem dró ekkert af sér við að túlka reiði, illsku, örvæntingu og ráðkænsku Sveins. Ketill skrækur var leikinn af Ágústi Þorkelssyni. Samleikur þeirra bræðra var fínstilltur og rífandi fyndinn. Undirgefni Ketils og þrælslund kitlaði svo sannarlega hláturtaugarnar. Að sama skapi rann manni til rifja örvænting Skugga-Sveins sem sér fyrir sér svik Ögmundar útilegumannsins göldrótta sem leikinn var af Þorkeli Guðbrandssyni. Gæðablóðið Sigurð í Dal lék Guðbrandur Guðbrandsson en hann er tilbúinn að fyrirgefa útilegumönnum sauðaþjófnaðinn aðeins fyrir orð dóttur sinnar Ástu sem leikin er af Evu Sóley Þorkelsdóttur. Sakleysið en jafnframt hugrekki ástarinnar var ekki langt undan en það birtist í vel útfærðum atriðum Ástu og útilegumannsins góða Haraldar sem leikinn var af Arnari Ásbjörnssyni. Samsöngur þeirra brást ekki vonum áhorfenda enda var tekið vel undir með þeim þegar þau sungu einkennislag Skugga-Sveins "Geng ég fram á gnýpu".

 

Gleðimaðurinn og ofstopinn Lárentínus sýslumaður var óborganlegur í túlkun Eiríks Jónssonar en honum leið aldrei betur en þegar hann gat hengt einhverjum og vill hvergi sjá Skugga-Svein nema á gálganum. Spjátrungarnir úr Hólaskóla voru eftirminnilegir og var aldrei dauður tími í kringum þá en þeir voru leiknir af Þresti Reynissyni og Jóni Guðlaugi Guðbrandssyni. Aðrar ógleymanlegar persónur sem gjörsamlega sprengdu salinn voru Grasa-Gudda í meðförum Ásu Dóru Garðarsdótttur en hún var gersamlega óþekkjanleg í sínu frábæra gervi. Lítilmagninn Gvendur smali var leikinn af Margrét Hildi Pétursdóttir. Hún náði að túlka umkomuleysi þess sem er hrakinn og smáður, þeyttist léttilega um sviðið og nýtt sér það fullkomlega. Olgeir Helgi Ragnarsson lék Jón sterka og kitlaði hláturtaugarnar svo um munaði í hvert sinn er hann steig á svið. Hann fetaði í fótspor föður síns en Ragnar Olgeirsson lék þetta sama hlutverk 1948 þegar Leikdeildin setti Skugga-Svein upp. Svo skemmtilega vildi til að Ragnar var áhorfandi á frumsýningunni og sagði að hann hefði oft getað tekið undir með leikurunum á sviðinu. Það var reglulega gaman og fróðlegt að heyra lýsingar hans á uppsetningu leikritsins 1948.

 

Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson og náði hann svo sannarlega að kalla fram það besta í öllum leikurunum og á hann heiður skilinn fyrir skemmtilegar útfærslur og lausnir. Hann reynir að fanga stemninguna sem var í leiksýningum um þarsíðustu aldamót þegar spilað var á píanó um leið og leikið var, en Heimir Klemenzson lék á píanó og magnaði tónlistin upp ógnþrungna veröld öræfanna, reiði og illsku Skugga-Sveins og ekki síst átti hún stóran þátt í magnaðri bardagasenu milli byggða- og útilegumannanna.

 

Leikmyndin var fagmannlega gerð og nýttu smiðirnir vel þetta litla rými sem sviðið er til að kalla fram öræfin þar sem ókleift hamrabelti lokar sýn en með litlum tilfæringum var hægt að breyta í gösugt fjallið og síðar húsakynnin í Dal og sýslumannssetrið.

 

Í lok sýningarinnar hylltu áhorfendur og leikarar Jóhann Pálsson á Smiðjuhóli en hann hefur verið starfandi með Leikdeildinni í fjöldamörg ár. Að lokum vil ég þakka leikdeildinni fyrir eftirminnilegt kvöld og dáist að dugnaði þeirra og fórnfýsi en tveggja mánaða vinnutörn liggur að baki þessari sýningu þar sem brotist var til æfinga í snjó og hríðarbyl en ekki var látið undan íslensku veðurfari frekar en útilegumennirnir.

Ekki láta þessa sýningu framhjá ykkur fara.

 

Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is