Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2012 09:58

Borgarbyggð fellur frá fyrirhugaðri hækkun leikskólagjalda

Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var samþykkt samhljóða tillaga Björns Bjarka Þorsteinssonar formanns byggðarráðs þess efnis að falla frá fyrirhugaðri 3% hækkun leikskólagjalda í sveitarfélaginu á árinu 2012, eins og samþykkt var í fjárhagsáætlun í lok síðasta árs.  Fyrirhuguð hækkun hefði þýtt að leikskólagjöld í sveitarfélaginu hefðu orðið í hópi þeirra hæstu á landinu. Fulltrúar minnihlutans höfðu beitt sér gegn hækkuninni, eða eins og Geirlaug Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar orðar það í Facebókarfærslu í gær: „Meirihlutinn sá að sér og dró til baka 3% hækkun á dvalargjöld í leikskóla til að koma í veg fyrir að Borgarbyggð vermi toppsætið yfir hæstu leikskólagjöldin. Gleðst yfir þessum varnarsigri minnihlutans, þó 2.-3. toppsætið sé litlu skárra.“  

Í bókun sveitarstjórnar í gær er tekið fram að samþykkt hennar nú byggi á því að tekjur sveitarfélagsins voru hærri á árinu 2011 en áætlanir gerðu ráð fyrir og að nú þegar sé útlit fyrir að tekjur þessa árs verði það einnig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is