Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2012 12:52

Húsfyllir á fundi um hjúkrunarmál aldraðra

Salurinn í Gamla kaupfélaginu á Akranesi var þéttskipaður í gærkveldi þegar þar fór fram fundur um stofnanaþjónustu fyrir aldraða á Vesturlandi. Fundarmenn létu margir hverjir vel í sér heyra, þar á meðal aðstandendur þess fólks sem nú dvelur á E deild sjúkrahússins á Akranesi, en leggja á deildina niður 1. júní nk. og sameina öðrum deildum sjúkrahússins. Fólk óttaðist að sú sérhæfða þjónusta sem veitt er á E deildinni verði ekki söm við breytingarnar og lét í ljós efasemdir um að þetta væri leið til hagræðingar og sparnaðar, kostnaðurinn myndi bara flytjast til. Mikið var spurt um hvort ekki mætti hagræða og spara á öðrum stöðum í kerfinu, til að finna peninga.

Rétt eða röng forgangsröðun bar mikið á góma og voru fyrirspurnir og orð fundarmanna í takt við það sem stjórnarandstöðuþingmenn höfðu fram að færa á fundinum, en þarna voru mættir, auk Guðbjartar Hannessonar velferðarráðherra, framsóknarþingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Ásmundur Einar Daðason og sjálfstæðisþingmennirnir Ásbjörn Óttarsson og Einar K. Guðfinnsson. Samtals fimm af níu þingmönnum NV kjördæmis.

 

Ítarlega verður sagt frá fundinum í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is