Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2012 02:01

Sterkari stjórnsýsla – ný námsbraut á Bifröst fyrir starfsfólk sveitarfélaga

Háskólinn á Bifröst er nú að fara af stað með nýja námsleið sem nefnist Sterkari stjórnsýsla. Er hún ætluð stjórnendum í sveitarfélögum landsins. Kennsla hefst í byrjun febrúar og vona forsvarsmenn Háskólans á Bifröst eftir þátttakendum frá vel flestum sveitarfélögum landsins. Námsleið þessi hefur verið í undirbúningi síðan fyrir hrun og m.a. unnin í samvinnu háskólans og sveitarfélagsins Borgarbyggðar sem strax á síðasta ári skrifaði undir samning um þátttöku starfsmanna þaðan. Sterkari stjórnsýsla var upphaflega hugsað sem lengra nám á háskólastigi en er nú búið að þjappa því niður í þriggja mánaða hagnýtt nám m.a. vegna annasamra starfa sem markhópurinn gegnir og til að aðgreina þessa nýju námsleið frá háskólanámi í opinberri stjórnsýslu sem boðið er upp á í Háskóla Íslands.

 

 

 

 

Markmiðin með náminu eru að auka þekkingu, hæfni og leikni stjórnenda sveitarfélaga til að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu. Að námstíma loknum ættu nemendur m.a. að hafa þekkingu á ýmsum sviðum stjórnunar, geta skilgreint hlutverk stjórnenda og tekist á við siðfræðilegar spurningar tengdar störfum sínum. Þeir eiga að vera í stakk búnir til að takast á við og stjórna breytingum í starfsumhverfi sínu og móta framtíðarsýn, geta skilgreint og metið fjárhagslegan árangur og borið hann saman við önnur sveitarfélög og geta gert framtíðaráætlanir út frá mismunandi forsendum. Þá eiga nemendur að hafa grundvallarþekkingu á lögum og reglum sem tengjast starfssviði þeirra, svo sem á sviði stjórnsýsluréttar og vinnuréttar. Loks á námið að efla samstarfsnet og færni í að þróa hugmyndir með öðrum stjórnendum innan sveitarfélaga.

Í Sterkari stjórnsýsla verður áhersla lögð á eftirtaldar námsgreinar: Mannauðsstjórnun þar sem kennari verður Sigurður Ragnarsson, höfundar nýútkominnar bókar um forystu og samskipti. Kennd verður mótun framtíðarsýnar og innleiðing breytinga, en kennari í þeim áfanga er Regína Ásvaldsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg. Þá verður kennd fjármálastjórnun og áætlanagerð undir leiðsögn Þrastar Sigurðssonar, stundakennaraog fjármálaráðgjafi hjá Capacent. Kenndur verður áfangi sem nefnist siðfræði og samfélag en þar leiðbeinir Jón Ólafsson aðstoðarrektor HB. Loks kennir Maj Britt Hjördís Briem aðjúnkt við lagadeild HB stjórnsýslurétt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is