Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2012 11:10

Góður sigur Skagamanna á FH

Skagamenn byrja vel í Fotbolta.net æfingamótinu sem hófst sl. laugardag. Andstæðingarnir í fyrsta leik voru ekki af verri endanum, risinn úr Hafnarfirði, FH. Ungt lið ÍA kom á óvart og sigraði 4:1 í leiknum sem fram fór í Akraneshöllinni. Gestirnir voru mun sterkari í fyrri hálfleiknum og lengi vel lá það í loftinu að þeir myndu skora og komast yfir, þrátt fyrir góða baráttu heimamanna. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar Skagamenn komust yfir á 43. mínútu. Andri Adolpsson besti maður ÍA í fyrri hálfleiknum lék inn í teiginn og var að komast framhjá varnarmanni FH þegar hann var felldur. Jón Vilhelm Ákason skoraði af öryggi úr vítinu.

 

 

 

 

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og áður en fimm mínútur voru liðnar höfðu þeir bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Fyrra markið skoraði Ármann Smári Björnsson með föstu vinstri fótar skoti í fjærhornið og Hallur Flosason bætti þriðja markinu við með skoti af markteig eftir fyrirgjöf af hægri vængnum. Guðmann Þórisson varnarmaður FH fékk síðan sitt seinna gula spjald á 53. mín þegar hann stoppaði upphlaup Eggerts Kára Karlssonar. Skagamenn létu síðan kné fylgja kviði og bættu við fjórða markinu á 66. mínútu. Þar var að verki Óli Valur Valdimarsson með skoti af stuttu færi eftir að hafa farið illa með vörn FH. Gestirnir náðu að klóra í bakkann undir lok leiksins þegar þeir skoruðu úr vítaspyrnu.

 

Enn eru meiðsli að setja strik í reikninginn hjá ÍA, en ungu strákarnir standa fyrir sínu og í seinni hálfleiknum fengu þeir Atli Albertsson, Fjalar Sigurðsson, Sindri Snæfells og Páll Sindri Pálsson að spreyta sig. Næsti leikur ÍA í þessu æfingamóti verður nk. laugardag gegn Breiðabliki í Kópavogi, en Blikar unnu Keflavík um helgina. Síðasti leikur ÍA í mótinu verður síðan helgina þar eftir gegn Keflavík í Akraneshöllinni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is