Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2012 10:43

Þakkartónleikar Reykholtskórsins

Það sveif gleði yfir vötnum sl. föstudag þegar Reykholtskórinn hélt tónleika til heiðurs fyrrum stjórnandi hans og stofnanda, Bjarna Guðráðssonar og eiginkonu hans Sigrúnu Einarsdóttur í Nesi í Reykholtsdal. Fór vel á því að efna til tónleikanna á þessum degi, 13. janúar, en Bjarni fæddist þann dag árið 1935 og varð því 77 ára gamall. Því fór vel á að tónleikarnir hæfust á sjálfum afmælissöngnum. Reykholtskórinn á rætur sínar að rekja áratugi aftur í tímann en segja má að Bjarni hafi haft forgöngu um að mynda kórinn eftir að kirkjukórar Reykholts- og Hvanneyrarkirkju sungu saman við vígslu Reykholtskirkju árið 1988. Nafn samkórsins hafi síðan komið til skjalanna í Ameríkuför fyrrnefndra kirkjukóra árið 2007.

Hefur kórinn sungið við hina ýmsa viðburði á starfstíma sínum svo sem við konungskomur og saknaðar- og kveðjustundir í héraðinu undir styrkri stjórn Bjarna sem að sama skapi hefur notið stuðnings Sigrúnu eiginkonu sinnar til að sinna kórstörfum sem og öðrum félags- og menningarstörfum í héraði.

Sungin voru fjölmörg lög á föstudaginn sem hafa verið tíðir gestir á söngskrá Bjarna sem stjórnanda kórsins undanfarin ár auk nokkurra fleiri sem kórinn hefur unnið með undanfarin misseri. Þá var sungið lag Bjarna „Á Rauðsgili,“ við ljóð Jóns Helgasonar. Viðar Guðmundsson, arftaki Bjarna, sá að sjálfsögðu um kórstjórnina en Jónína Erna Arnardóttir um undirleik. Ávörp fluttu þau Þórunn Reykdal og Jónína Eiríksdóttir til hjónanna í Nesi og kynnir var Kristín Á. Ólafsdóttir. Við lok tónleikanna sungu gestir með Reykholtskórnum, ásamt Bjarna og Rúnu, lagið Ísland ögrum skorið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is