Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2012 06:28

Óska eftir auknu öryggi í afhendingu raforku

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur ályktað um rafmagnsmál í kjölfar straumleysis sem varð fyrr í mánuðinum þegar ís og krapi hlóðust á flutningslínur í óveðri. Af þeim sökum voru m.a. íbúar Hellissands án rafmagns í sautján klukkustundir. Í ályktun bæjarstjórnar segir m.a.: „Bæjarstjórn Snæfellsbæjar telur nauðsynlegt að reist verði ný raflína á milli Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar (Ólafsvíkur) til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Snæfellsbæ. Með slíkri línu yrði komið á hringtengingu á Snæfellsnesi sem myndi auka öryggi á afhendingu raforku. Skorar bæjarstjórn Snæfellsbæjar á stjórn Landsnets hf. að ráðast í framkvæmdir við nýja raflínu sem allra fyrst.“

 

 

 

 

Í bókun frá bæjarstjórnarfundinum er sagt að nauðsynlegt sé að tryggt verði að þegar rafmagn fari af verði komið í veg fyrir að spennufall vari í lengri eða skemmri tíma. Við spennufall sé mikil hætta á skemmdum í rafmagnstækjum eins og varð í Snæfellsbæ þriðjudaginn 10. janúar síðastliðinn. “Það er óviðunandi að raforkukaupendur beri það tjón sem af því getur hlotist. Skorar bæjarstjórn Snæfellsbæjar á Rarik að bæta búnað sinn þannig að þegar spennufall verður, þá verði algjört straumrof þegar í stað og koma þar með í veg fyrir tjón,” segir í bókun frá fundinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is