Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2012 03:18

Samningi um strætóakstur vísað aftur til bæjarráðs

Nýlega voru opnuð hjá Stætó bs. tilboð í leiðina Akranes-Mosfellsbær. Nokkur tilboð bárust og var tilboð Hópbíla í Hafnarfirði langlægst, eða 20 milljónum króna lægri en fjögur næstu tilboð, þar á meðal frá núverandi verktaka á leiðinni, Teiti Jónassyni. Tilboð Hópbíla var nánast sama upphæð og kostnaðaráætlun sem var 48,7 milljónir kr. Bæjarráð Akraness var búið að samþykkja samning við Hópbíla með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarstjórn Akraness samþykkti hinsvegar ekki samninginn á fundi sínum í gær, heldur samþykkti með átta atkvæðum í kjölfar bókunar Einars Benediktsson bæjarfulltrúi Samfylkingar að vísa málinu aftur til umfjöllunar bæjarráðs.

Neitar að samþykkja standandi farþega

Í bókun Einars segir m.a: “Það er ekki með nokkru móti eða góðri samvisku hægt að samþykkja þann samning er fyrir liggur um akstur strætisvagns milli Akraness og Reykjavíkur. Í útboðsgögnum fyrir verkið er tiltekið að svokallaðir millibæjarvagnar skuli notaðir í aksturinn en í þeim er gert ráð fyrir allt að 20 standandi farþegum. Þarna er verið að fórna öryggi farþega á altari Mammons, þar sem að þetta er víst til þess gert að lækka kostnað við þjónustuna! Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu öryggi farþega er ógnað með þessum hætti, en skemmst er að minnast að vagn á leið 57, Akranes-Mosfellsbær, lenti utan vegar á Vesturlandsvegi fyrir nokkrum vikum. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef þar hefði verið á ferð vagn með allt að 20 standandi farþegum. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær farþegi í strætó verður fyrir alvarlegu slysi sökum þess að fyllsta öryggis er ekki gætt í þeim vögnum er aka hér á milli. Af þessum sökum mun ég ekki geta samþykkt aðild Akraneskaupstaðar að þessum samningi.”

Þess má geta að samningur Teits Jónassonar við Strætó bs. gildir út maímánuð. Byrjað verður að aka eftir nýjum samningi í júní.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is