Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2012 01:00

Fyrsta loðnan komin til Akraness

Ingunn AK landaði í morgun fullfermi af loðnu, 2000 tonnum, á Akranesi. Þetta er fyrsta loðnan sem berst til fiskimjölverksmiðjunnar á Akranesi frá því á vertíðinni í fyrra, en síðast var þar tekið á móti loðnu í marsmánuði. Guðmundar Hannesson verksmiðjustjóri HB Granda á Akranesi segir allt klárt fyrir loðnuvertíðina en unnið verður í verksmiðjunni á tveimur 12 tíma vöktum á meðan á henni stendur. Um 35 tíma sigling er frá miðunum norðaustur af Langanesi til Akraness og lagði Ingunn af stað áleiðis til heimahafnar á tíunda tímanum sl. miðvikudagsmorgun. Víkingur er á leið á miðin en eins og er viðrar ekki til veiða.

 

 

 

 

Loðnan berst nú til Akraness viku fyrr en á síðustu vertíð, en þá var fyrstu loðnu landað þar 25. janúar. Alls var tekið á móti um 30 þúsund tonnum af uppsjávarfiski til bræðslu hjá verksmiðjunni á Akranesi á síðasta ári. Þá var það gulldeplan framan af og búið var að taka á móti 7000 tonnum af loðnu áður en hrognatakan hófst. Gert er ráð fyrir að búið verði að veiða meira magn núna áður en hrognatakan byrjar en hún hefst yfirleitt ekki fyrr en um eða rétt fyrir miðjan febrúar. Á meðan á bræðslu stendur vinna um tólf manns í verksmiðjunni á Akranesi, en starfsfólki fjölgar mikið þegar hrognatakan hefst. Venjulega starfa um 60 manns við hrognatöku og frystingu í gamla Heimaskagahúsinu. Hátt í helmingur þess hóps er bændur af Vesturlandi, aðallega úr Dölum, sem hafa átt uppgrip þennan stutta tíma sem hrognatakan stendur yfir í um þriggja vikna tíma.

 

Loðnuskipin eru nú á veiðum um 90 sjómílur norðaustur af Langanesi og þar hefur verið ágæt veiði eftir að loksins gaf til veiða í lok síðustu viku. Loðnan er farin að veiðast í nót og eru norsk og grænlensk skip farin að beita nótinni um 15 mílur sunnan við togveiðiskipin, samkvæmt því sem fram kemur á vef HB Granda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is