Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Dagmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2012 01:15

Mótmæla skerðingu til heilbrigðisþjónustu á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti ályktun á fundi sínum sl. þriðjudag þar sem mómælt er þeirri skerðingu á heilbrigðisþjónustu á Akranesi sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2012. Í ályktuninni, sem Gunnar Sigurðsson fyrrv. forseti bæjarstjórnar lagði fram og allir bæjarfulltrúar undirrituðu, segir að í fjárlögunum séu framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands skorin það mikið niður að stjórnendur þar hafa neyðst til að grípa til þess úrræðis að leggja niður öldrunarlækningadeild sjúkrahússins á Akranesi. Við það tapist 14 legurými og hátt í 30 manns missa vinnuna, eingöngu konur.

 

 

 

 

Í ályktunni segir ennfremur að bæjarstjórn Akraness krefjist þess að ríkisvaldið tryggi rekstur HVE þannig að á Akranesi verði unnt að halda fullri heilsugæsluþjónustu og bráðaþjónustu, þar með talið skurðstofum, þannig að tryggt sé að m.a. fæðingadeild og slysamóttaka haldist óbreytt. Bent skal á að sjúkrahúsið á Akranesi er utan skilgreindra hamfarasvæða og þjónar því sem varasjúkrahús höfuðborgarsvæðisins ef til stórkostlegra náttúruhamfara kæmi.

Ennfremur krefst bæjarstjórn Akraness þess að ríkisvaldið tryggi að unnt verði að halda úti öldrunarþjónustu á Akranesi, bæði sjúkraþjónustu og endurhæfingu, sambærilegri og á sér stað fyrir lokun öldrunarlækningadeildarinnar á sjúkrahúsinu. Þessi þjónusta verði þá veitt í tengslum við HVE og Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is